Allstaðar er pólítík

By | Hnýtingar | No Comments

Ég las góða grein eftir fluguhnýtara sem er alþjóðlega þekktur. Mér fannst greining góð og var að sammála flestu sem þar var sett á blað, einnig fannst mér hún lýsa vel meðgöngu og fæðingu frábærrar flugu og hverjir og hvað höfðu áhrif á þróun hennar.

Ég byrjaði því að þýða þessa grein og sendi jafnframt póst til þessa manns þar sem ég bið hann um leyfi til að birta þýðinguna. Ég sendi honum líka tengil á þetta blogg, þ.e.a.s. silungsveidi.is. Hann svarar fljótlega og segir að undir venjulegum kringumstæðum væri þetta auðsótt mál en hann hefði séð myndir af dauðum fiskum á síðunni og það gengi ekki því hann væri að hasla sér völl á sviði verndunar fiskistofna (fish conservation) og væri í samstarfi við félagasamtök/fyrirtæki á því sviði, allavega eitt af því sem þessi verndun gengur út á er veiða og sleppa aðferðafræðin. Hann sagði jafnframt að ef ég væri klókur myndi ég taka þessar myndir út og þá myndi hann hugsanlega endurskoða málið.

Þar sem ég er ekki mikið fyrir veiða og sleppa, álít að hægt sé að vernda stofnana með takmörkun á fjölda stanga og hugsanlega kvóta, þakkaði ég fyrir mig, sagði honum mína skoðun og kvaddi hann kurteislega. Það skal tekið fram að ég hef áður verið í samskiptum við þennan mann og hann var fljótur að svara svona “No Name from Iceland” og var í alla staði mjög þægilegur og kurteis maður, mér líkar líka ennþá mjög vel við hann.

Það sem mér finnst vera stóra málið í öllu þessu, allavega fyrir svona heima alinn veiðimann, alinn upp á Íslandi þar sem flestir veiða sér í soðið var þessi mikla pólítík sem býr undir öllu saman. Maður hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað það er mikil pólítík í veiðimennskunni, ekki bara tiktúrur, mismunandi eftir mönnum, heldur heilu félagasamtökin um málið. Ég er ekki sammála því að það að sleppa fiskinum aftur sé eina verndunin sem hægt er að stunda…og ég er ekki að fara að starta hér einhverju stríði um v&s eða aðra aðferðafræði.

En sum sé þessi dulda, undirliggjandi pólítík sem við höfum kannski ekki orðið svo mikið varir hér uppi á skerinu var það sem kom mér á óvart!

 

Burton

By | Fast, Hnýttar flugur | No Comments

Jæja, ekki er nú andagiftin búin að vera mikil undandarið.
Alger lágdeyða.

Náði samt að bæta við einni fyrir sumarið, Burton, sú þrælveiðna fluga.Ég veit að hún gefur gefið víða: Elliðavatn, Þingvallavatn, Úlflótsvatn, Laugavatn, Vífilstaðavatn o.fl.

 

 

Aðgát skal höfð í nærveru flugu

By | Hnýtingar | No Comments

Ég las grein frá þekktum erlendum fluguhöfundi og veiðimanni um daginn.
Hann var að lýsa upplifun sinna á því hvað menn hefðu gert við fluguna hans.
Hann lýsti því hvernig nafn hans hefur verið skrifað á ótal vegu, hvernig nafn flugunnar hefur verið skrifað á ótal vegu og hvernig henni hefur verið breytt.

Hann segir um greinahöfunda í tímaritum: “Sem hnýtara hryggir það mig að sjá hvernig ein af mínum bestu flugum hefur verið lýst á rangan hátt. Sumar sögurnar eru um snjallar betrumbætur og aðra liti en ef það hefur ekki áhrif á endingu og floteiginleika flugunnar sé ég ekki neina raunverulega framför.

Hann talar einnig um tilurð flugunnar og hvernig aðrir veiðmenn og hnýtarar hafa áhrif og að sama hugmynd hafi verið komin fram áður hjá öðrum án þess að hann vissi um það. Leit hans að réttum aðferðum, réttum efnum og þróun flugunnar, í rauninni í nokkur ár áður en hann var orðinn fullkomlega ánægður með hana.

Þetta er akkúrat nútíminn í hnotskurn.

  • Ef maður kemur með nýja flugu er nokkuð öruggt að einhver hafi fengið sömu hugmynd einhvers staðar í heiminum
  • Sumir menn reyna að slá sig til riddara með því að koma fram með ný afbrigði sem eru líklega ekki að breyta neinu
  • Þetta er örugglega allt að gerast mun hraðar í dag en áður, fluga sem birt er á síðu einhversstaðar í bloggi eða á spjallsíðu getur hafa verið klónuð yfir í “nýja” flugu annars staðar á hnettinum daginn eftir.

Ég hef líka gerst sekur um að gera afbrigði af flugum eins og t.d. Nobbler með UV efnum, sumt er eðlileg þróun og hnýtingagleði, sumt óþarfi.

Það sem ég vildi koma fram að við eigum að bera virðingu fyrir flugunni, pælingum höfundar, tilraunum, efnisvali og þróun í gegnum árin, við viljum jú sjálfir að aðrir komi þannig fram við okkur.

 

 

PT á dagskránni

By | Hnýttar flugur | No Comments

Áfram halda hnýtingar.
Ég hef verið að dunda við Pheasant Tail undanfarið en hún er í miklu uppháhaldi hjá mér.
Sleppti því að hnýta hann með koparvír í stað tvinna, hann lítur betur út svona, geri hitt þegar ég er orðinn stór.