Tilraunir, tilraunir

Hef verið að prófa mig áfram síðustu daga og vikur með straumflugu fyrir urriða.
Svartur og grænn voru útgangspunkturinn enda hafa þeir virkað vel í Nobbler, prófaði svo að hafa gulan og rauðan með.
Endaði á því að nota rauðan.

Þetta eru tilraunir, takið viljann fyrir verkið, ég er ekkert ánægður með allar þessar flugur og alls ekki sáttur við hausinn. Lítið á þetta sem hnýtingagleði 😉

Mér líst best á þessa sem er með væng sem er svartur neðst, svo rauður og svo grænn (lime grænn).
Búkurinn er vafinn með flötu gulli og svo ávalt gull yfir.

Mun pottþétt prófa þessa í Elliðavatni næsta sumar og gefa henni nafn ef hún gefur (sem ég er nokkuð viss um eins og með allar nýjar flugur áður en ég prófa þær…þær geta ekki klikkað).

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.