Litfagrar gedduflugur

Ulf Hagström heitir sænskur hnýtari sem hnýtir m.a. fallegar flugur fyrir geddu (pike).
Þetta eru stórar flugur og litfagrar, ég hef lengi dáðst að þessum flugum hans.
Hann notar línur frá intermediate til sökkhraða 5 fyrir þessar flugur sem eru 25-35 sentimetra langar.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki megi hnýta þetta fyrir lax/silung og þá í minni stærðum.
Ég ætla mér reyndar að gera það í vetur, það er þarna efni sem ég hef ekki kynnst áður sem ég veit ekki hvort fáist hér á skerinu.
Hann notar þarna t.d. Nayat Pelt sem mér sýnist eftir stutt gúggl að sé úlfshár. Ég þarf að skoða aðeins betur hvort ég kaupi þetta efni eða nota eitthvað annað hár í staðinn.

Hér er myndband af því þegar hann hnýtir eina af þessum flugum en hann gerir þær í öllum mögulegum litum.

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.