Jæja, eru menn ekki byrjaðir að hnýta?
Mér datt í hug varðandi það að menn byrja oft á píkokk, bæði sem byrjendur í byrjun ferilsins og til að hita sig upp á haustin, þetta er jú svo einföld fluga…eða hvað.
Jú auðvitað er hún einföld en samt hef ég rekist á nokkrar aðferðir á vefnum við að vefja fasana fönunum um legginn á króknum.
- Vefja fönunum beint á legginn.
- Vefja fönunum beint á legginn og vefja svo tvinna/vír yfir fanirnar.
- Vefja fönum utan um tvinnan fyrst og vefja svo öllu saman um legginn.
- Vefja fönunum rosalega þétt, þvert á tvinnann, a la Sigurður Pálsson.
- Kaupa döbbing bursta (eða búann til).
- Gera döbbing lykkju og nota hirðingjastaf til að snúa fönunum.
Síðastnefnda aðferðin er reyndar sú sem ég er að nota í dag, finnst þetta verða betra svona.
Svo eru menn með misjafnan smekk fyrir því hvort hann á að vera sver eða grannur og hver skæri liturinn á að vera í hausnum en það er önnur saga.
Hér er kennslumyndband með keflishöldu með áföstum hirðingjastaf, sem ég hef reyndar þegar fjárfest í, hvað annað.