All posts by Silungsveiði

Burton

By | Fast, Hnýttar flugur | No Comments

Jæja, ekki er nú andagiftin búin að vera mikil undandarið.
Alger lágdeyða.

Náði samt að bæta við einni fyrir sumarið, Burton, sú þrælveiðna fluga.Ég veit að hún gefur gefið víða: Elliðavatn, Þingvallavatn, Úlflótsvatn, Laugavatn, Vífilstaðavatn o.fl.

 

 

Aðgát skal höfð í nærveru flugu

By | Hnýtingar | No Comments

Ég las grein frá þekktum erlendum fluguhöfundi og veiðimanni um daginn.
Hann var að lýsa upplifun sinna á því hvað menn hefðu gert við fluguna hans.
Hann lýsti því hvernig nafn hans hefur verið skrifað á ótal vegu, hvernig nafn flugunnar hefur verið skrifað á ótal vegu og hvernig henni hefur verið breytt.

Hann segir um greinahöfunda í tímaritum: “Sem hnýtara hryggir það mig að sjá hvernig ein af mínum bestu flugum hefur verið lýst á rangan hátt. Sumar sögurnar eru um snjallar betrumbætur og aðra liti en ef það hefur ekki áhrif á endingu og floteiginleika flugunnar sé ég ekki neina raunverulega framför.

Hann talar einnig um tilurð flugunnar og hvernig aðrir veiðmenn og hnýtarar hafa áhrif og að sama hugmynd hafi verið komin fram áður hjá öðrum án þess að hann vissi um það. Leit hans að réttum aðferðum, réttum efnum og þróun flugunnar, í rauninni í nokkur ár áður en hann var orðinn fullkomlega ánægður með hana.

Þetta er akkúrat nútíminn í hnotskurn.

  • Ef maður kemur með nýja flugu er nokkuð öruggt að einhver hafi fengið sömu hugmynd einhvers staðar í heiminum
  • Sumir menn reyna að slá sig til riddara með því að koma fram með ný afbrigði sem eru líklega ekki að breyta neinu
  • Þetta er örugglega allt að gerast mun hraðar í dag en áður, fluga sem birt er á síðu einhversstaðar í bloggi eða á spjallsíðu getur hafa verið klónuð yfir í “nýja” flugu annars staðar á hnettinum daginn eftir.

Ég hef líka gerst sekur um að gera afbrigði af flugum eins og t.d. Nobbler með UV efnum, sumt er eðlileg þróun og hnýtingagleði, sumt óþarfi.

Það sem ég vildi koma fram að við eigum að bera virðingu fyrir flugunni, pælingum höfundar, tilraunum, efnisvali og þróun í gegnum árin, við viljum jú sjálfir að aðrir komi þannig fram við okkur.

 

 

Útsala hjá Veiðihorninu

By | Fréttir | No Comments

Vetrarútsala Veiðihornsins hefst á morgun, miðvikudag.

Á útsölunni er mikið úrval af eldri gerðum frá stóru merkjunum.
Eldri Sage stangir, eldri Simms vöðlur, eldri Lamson hjól, eldri Rio línur, eldri Orvis stangir, eldri Winston stangir. Við rýmum nú fyrir 2015 árgerðunum sem eru væntanlegir á vordögum.

Verið velkomin í Veiðihornið Síðumúla 8. Opið til 18 í dag.

 

Forútsala hjá Ellingsen

By | Fréttir | No Comments

Sérstök forútsala í Ellingsen á morgun, miðvikudaginn 14. janúar

Risaútsala Ellingsen er að hefjast og á morgun kl. 10:00–18:00 bjóðum við félögum í Ellingsenklúbbnum til sérstakrar forútsölu í verslununum okkar að Fiskislóð 1 í Reykjavík og Tryggvabraut 1–3 á Akureyri. Um er að ræða 20–70% afslátt af völdum vörum.

Ellingsen er með allt fyrir útivistina, veiðina og ferðalagið, þar á meðal fatnað og skó, stangveiði- og skotveiðivörur, grill og ferðavörur. Úrvalið getur þú skoðað á ellingsen.is.

Útsala hjá Joakims

By | Fréttir | No Comments

Lagersalan hefst föstudaginn 9.jan kl.15:00 og verður opið til kl.18:30. Laugardaginn 10.jan verður opið frá kl.11:00 – 16:00

Hægt er að gera mjög góð kaup. Til dæmis fást flugustangir frá kr.12.500.- Flugulínur margar gerðir frá kr.4.000,- Flugubox frá kr.450,- og margt fleira.

 

Opnunartími hjá okkur í Skútuvogi 10F ( lager ) verður síðan mán – fimmtudaga frá kl.16:00 til 18:30 í janúar og febrúar eða á meðan birgðir endast.

Utan opnunartíma er hægt að hafa samband í síma 698 4651 eða á joakims@simnet.is

 

Kveðja.
Jón V.Óskarsson
JOAKIM´S ehf
Gsm 698 4651
www.joakims.is

Veiðilagerinn með útsölu

By | Fréttir | No Comments

Á facebook síðu Veiðilagerins tók ég þessar upplýsingar:

Síðustu dagar frægu áramótaútsölu Veiðilagersins fara nú í hönd.
Allar veiðivörur á hálfvirði og þá meinum við allar.
Veiðistangir á hálfvirði, vöðlur á hálfvirði, skotveiðigallar á hálfvirði veiðihjól á hálfvirði, flugur á hálfvirði, spúnar á hálfvirði.
Veiðilagerinn er á Krókhálsi 4 og alltaf ódýrari.

 

PT á dagskránni

By | Hnýttar flugur | No Comments

Áfram halda hnýtingar.
Ég hef verið að dunda við Pheasant Tail undanfarið en hún er í miklu uppháhaldi hjá mér.
Sleppti því að hnýta hann með koparvír í stað tvinna, hann lítur betur út svona, geri hitt þegar ég er orðinn stór.