All posts by Silungsveiði

Tveir dagar í opnun Elliðavatns

By | Veiðistaðir | No Comments

Nú eru bara tveir dagar þar til Elliðavatn opnar.
Fór í vettvangsferð og skoðaði aðstæður, virðist allt vera klárt fyrir veiðina.
Ísinn farinn af vatninu en mikið vatn í ánni.
Tók nokkrar myndir sjá hér fyrir neðan.

Leikið með úlfinn

By | áhugaverð/ný hnýtingarefni | No Comments

Lék mér að hárunum í úlfinum (Nayat) og hermdi eftir flugum sem t.d. Ulf Hagström (sjá vídeó með honum hér í blogginu) hefur verið að gera fyrir geddu, stórar og miklar flugur.

Ég ætla að sjálfsögðu að prófa þessar flugur í eitthvað, örugglega í urriðann, kannski í lax ef ég kræki í einhverja ódýra laxveiði á árinu (já, já, það er allt í lagi að láta sig dreyma).

20150329_113406_Fotor3

 

20150329_113207_Fotor_Fotor3

 

 

 

Vatnaveiði – árið um kring

By | Fréttir | No Comments

Vorið 2015 kemur út hjá Forlaginu ný bók um vatnaveiði á Íslandi eftir Kristján Friðriksson, Vatnaveiði – árið um kring. Þar er rakið heilt ár í lífi silungsveiðimannsins og farið yfir allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, græjur og grip, mismunandi veiðislóðir og ólíkar aðferðir eru kynntar til sögunnar eftir því sem veiðiárinu vindur fram. Hver mánuður inniheldur þar að auki gagnlegar ábendingar vegna helstu vandkvæða sem upp kunna að koma.

Kristján Friðriksson er veiðimönnum að góðu kunnur fyrir greinaskrif um silungsveiði á vef sínum Flugur og skröksögur, http://www.fos.is. Persónulegar reynslusögur og athuganir hans munu gagnast reyndum sem óreyndum veiðimönnum og í Vatnaveiði – árið um kring gefst einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í heim silungsveiðimanns og náttúruunnanda. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda ásamt skýringamyndum sem skerpa á efninu.

Allstaðar er pólítík

By | Hnýtingar | No Comments

Ég las góða grein eftir fluguhnýtara sem er alþjóðlega þekktur. Mér fannst greining góð og var að sammála flestu sem þar var sett á blað, einnig fannst mér hún lýsa vel meðgöngu og fæðingu frábærrar flugu og hverjir og hvað höfðu áhrif á þróun hennar.

Ég byrjaði því að þýða þessa grein og sendi jafnframt póst til þessa manns þar sem ég bið hann um leyfi til að birta þýðinguna. Ég sendi honum líka tengil á þetta blogg, þ.e.a.s. silungsveidi.is. Hann svarar fljótlega og segir að undir venjulegum kringumstæðum væri þetta auðsótt mál en hann hefði séð myndir af dauðum fiskum á síðunni og það gengi ekki því hann væri að hasla sér völl á sviði verndunar fiskistofna (fish conservation) og væri í samstarfi við félagasamtök/fyrirtæki á því sviði, allavega eitt af því sem þessi verndun gengur út á er veiða og sleppa aðferðafræðin. Hann sagði jafnframt að ef ég væri klókur myndi ég taka þessar myndir út og þá myndi hann hugsanlega endurskoða málið.

Þar sem ég er ekki mikið fyrir veiða og sleppa, álít að hægt sé að vernda stofnana með takmörkun á fjölda stanga og hugsanlega kvóta, þakkaði ég fyrir mig, sagði honum mína skoðun og kvaddi hann kurteislega. Það skal tekið fram að ég hef áður verið í samskiptum við þennan mann og hann var fljótur að svara svona “No Name from Iceland” og var í alla staði mjög þægilegur og kurteis maður, mér líkar líka ennþá mjög vel við hann.

Það sem mér finnst vera stóra málið í öllu þessu, allavega fyrir svona heima alinn veiðimann, alinn upp á Íslandi þar sem flestir veiða sér í soðið var þessi mikla pólítík sem býr undir öllu saman. Maður hafði ekki gert sér grein fyrir því hvað það er mikil pólítík í veiðimennskunni, ekki bara tiktúrur, mismunandi eftir mönnum, heldur heilu félagasamtökin um málið. Ég er ekki sammála því að það að sleppa fiskinum aftur sé eina verndunin sem hægt er að stunda…og ég er ekki að fara að starta hér einhverju stríði um v&s eða aðra aðferðafræði.

En sum sé þessi dulda, undirliggjandi pólítík sem við höfum kannski ekki orðið svo mikið varir hér uppi á skerinu var það sem kom mér á óvart!

 

Tekið til í frystikistunni

By | Matur | No Comments

Nú styttist í vorið…eða þannig, þó ekki sjáist það nú þessa dagana.

Ekki má maður daga uppi með afla í kistunni.
Ég eldaði mér því silung og gróf tvö flök.
Þetta er svo einfalt að jafnvel ég get gert þetta og mjög gott á bragðið.

Takið fram fat og setjið salt í botninn.
20150128_201237_Fotor

 

Setjið flökin í fatið.
Takið Graflaxblöndu frá Pottagöldrum.

20150128_194123_Fotor

 

Dreifið henni vel yfir flökin.

20150128_201950_Fotor

 

Á kryddkrukkunni stendur að þetta skuli standa inni í ísskáp í 36-48 tíma, ég læt mér nú venjulega duga 1-2 sólarhringa.
Setjið filmu yfir fatið,  setjið það inn í ísskáp og geymið þar eins lengi og þið hafið þolinmæði til.

Það ertu til nokkrar tegundir af graflaxsósum og svo er hægt að búa þær til sjálfur, ég fann nýja tegund í Hagkaup og hlakka til að prófa hana.

20150128_194110_Fotor

Ristið brauð, smyrjið það, sneiðið grafna fiskinn yfir og látið svo vel af sósunni ofan á allt saman.
Getur ekki verið einfaldara.