Það eru tvær flugur slegnar í einu með þessum pósti, sú fyrri er sú að sýndar eru flugur hnýttar úr Nayat, úlfshárum, sú seinni er ný fluga sem ég er búinn að vera dunda mér við að búa til, flugan Rósamunda sem sést hér í fyrsta sinn.

Ég geri mér grein fyrir að ekkert er nýtt undir sólinni og að hún gæti þegar verið til úti í hinum stóra heimi en ég hef allavega ekki séð hana áður.

Varðandi Nayat hárin þá eru þau mjúk og skemmtileg og auðveld í hnýtingu, mér skilst að þau fari ágætlega í vatni, haldi sér vel og klessist ekki saman en vegna lengdar þeirra hef ég klippt þau niður og þau verða kubbslegri fyrir vikið, ef ég vil fá fram náttúrulega frammjókkun hársins nota ég einfaldlaga of mikið af efni, þetta sést á myndunum. Ég hef einnig notað hjartarhár í þessa flugu en þau eru stífari.

Ég vann þetta út frá hugmyndinni að grænt og svart færi vel í urriðann, bætti svo við rauðu og gulli.
Eg vef ávölu gulli um búkinn til þess að þyngja hana aðeins. Hlutföllin eiga að vera jöfn af öllum litum þó það sjáist kannski ekki of vel á þessum flugum.

Flugurnar með keilunum eru afbrigði, þessi með svarta hausnum er hin eina sanna.

 

 

20150314_231644

 

20150314_231347

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.