Hlíðarvatn 2014

Agnið, rit Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar kom út um daginn. Þar er meðal efnis yfirlit yfir veiðina í Hlíðarvatni 2014. Leyfi ég mér að birta nokkrar niðurstöður þaðan og hugleiðingar þar um.

Fulltrúar félaganna sem koma að vatninu röktu veiðina í sumar.
Afli var 18% minni en síðasta ár.
Alls voru bókaðar 764 bleikjur.
Mun meira rigndi síðastliðið sumar, mun meira en árið þar á undan og hefur það eflaust haft áhrif á sókn og veiði. Hugleiðingar voru um að sumir bóka ekki fiska undir 25 sm og þá sem sleppt er, einnig eru vanhöld á að allir mæti í hús og skrái afla, þetta skekkir samanburð við fyrri ár.
Maí og júní voru bestu mánuðirnir en júlí afspyrnulélegur, veður í september var slæmt mestallan mánuðinn.
Fengsælustu flugurnar voru Peacock, Krókurinn og Pheasant Tail [þetta stemmir þó ekki alveg við línurit yfir fengsælustu flugurnar hjá SVH].
Veiðimálastofnun hélt áfram tilraunaveiðum, nú veiddust 177 bleikjur, 138 í fyrra og 84 árið 2012.

Mér finnst áhugavert að veiði í net eykst á sama tíma og veiði á stöng minnkar, ég veit ekki hvar þeir setja niður netin en grunar að þeir séu að setja þau í sumum tilfellum úti í vatni þar sem veiðimenn geta ekki veitt, hvað segir þetta, er fiskgengd að aukast?

Breyting er á verði veiðileyfa, nú kostar 5-6 þúsund stöngin á tímabilinu maí-júlí og 3-4 þúsund á tímabilinu ágúst-september, ber því að fagna. Ármenn ganga þó enn lengra og selja félagsmönnum sínum stöngina á 2 þúsund á ódýrasta tíma.

Helstu veiðistaðir hjá SVH voru þessir í röð eftir afla: Réttarnes, Mölin, Botnavík, Kaldós, Hlíðarey, Hjalltangi, Stakkavík, Mosatangi og Réttin.

Helstu flugur hjá SVH voru þessar í réttri röð eftir afla: Krókurinn, Peacock, R.G. ormur, Dísan-Dís, Blóðormur, Alma Rún, Svört púpa og Rauðhetta.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.