urriði

Skemmtilegur dagur í Elliðavatni

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Jæja, Elliðavatnið tók heldur betur skemmtilega á móti mér á opnunardaginn í gær

Ég byrjaði á því að fara út á Engin, þar var þá fyrir maður sem var búinn að spúna megin hluta af grjótinu sýndist mér. Þegar ég hitti á hann sagðist hann ekki hafa orðið var svo ekki leit þetta vel út.
Ég byrjaði að kasta í ós Bugðu án árangurs, óð svo út í grjótið á Engjunum, ég fékk ekki svo mikið sem högg og ekki var mikið líf að sjá. Ég var með Nobbler í nokkrum litum og einn nýjan í gylltum lit en ekkert gerðist.
Á endanum fannst mér þetta vera  vonlítið og sneri við. Í þrjósku og af gömlum vana henti ég aftur í Bugðu ós og var svona að ganga og draga inn þegar ég finn fyrir fyrirstöðu.
Viti menn á endanum var stór urriði sem heldur betur lét finna fyrir sér, hann tók hraustlega í línuna og stökk aftur og aftur, þetta var virkilega skemmtileg viðureign.
Að lokum náði í honum í pokann, þvílíkur fiskur, hraustlegur útlists sem mældist 4 pund eftir blóðgun þegar komið var í land, hann virkar samt stærri.

Þetta er líklega stærsti fiskur sem ég hefi fengið í vatninu, allavega hef ég ekki fengið stærri. Það sem gerði þetta svo enn skemmtilegra var að þetta var endurbætt útgáfa af flugunni Rósamunda sem ég hef sýnt hér áður á síðunni.
Sú fluga er straumfluga með grænum, rauðum og svörtum hárum, ég skipti út efstu hárunum sem eru svört og sett píkokk fjaðrir í staðinn og hafði þær langar, lengri en hinra.
Þetta virðist vera í tísku í laxaflugum þessa dagana, ég bætti svo aðeins við gylltu skrautþræðina. Þessa flugu kalla ég Rósamundu í sparifötunum.
Hún var reyndar með appelsínugulri keilu í þeirri útgáfu sem ég veiddi á núna.

Það var sem sagt tvöföld ánægja í þessari veiðiferð.

Ég prófaði einnig að veiða sunnan við Elliðavatnsbæinn með púpum en varð ekki var.

Ekki voru margir veiðimenn miðað við að þetta væri opnunardagur en samt slæðingur.

 

Og hérna var fiskurinn blessaður

Urriðadansinn 2015

By | Fréttir | No Comments

URRIÐADANS Í ÖXARÁ

Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.

Kynningin hefst klukkan  kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár.
Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.

Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

http://thingvellir.is/2243

 

Ég mæli eindregið með þessu, fyrir allan aldur.

Leikið með úlfinn

By | áhugaverð/ný hnýtingarefni | No Comments

Lék mér að hárunum í úlfinum (Nayat) og hermdi eftir flugum sem t.d. Ulf Hagström (sjá vídeó með honum hér í blogginu) hefur verið að gera fyrir geddu, stórar og miklar flugur.

Ég ætla að sjálfsögðu að prófa þessar flugur í eitthvað, örugglega í urriðann, kannski í lax ef ég kræki í einhverja ódýra laxveiði á árinu (já, já, það er allt í lagi að láta sig dreyma).

20150329_113406_Fotor3

 

20150329_113207_Fotor_Fotor3

 

 

 

Hólmsá

By | Veiðiferðir | No Comments

Skellti mér við einn hund í Hólmsána í gær, gekk á með vindhviðum en annars fallegt veður.

Byrjaði í beygjunni fyrir neðan síðustu brúna á hringveginum yfir ána. Skemmst frá að segja setti ég í tveggja punda urriða í öðru kasti á rauðan Frances, ég missti hann eftir skamma viðureign, hann tók nokkur stökk og hvarf.

Read More

Elliðavatn í opnun sumardaginn fyrsta