Category Archives: Fréttir

Hlíðarvatnsdagurinn 10. júní

By | Fréttir, Nýjast2, Veiðistaðir | No Comments

Hin árlegi Hlíðarvatnsdagur í Selvoginum verður sunnudaginn 10. júní. Þennan dag bjóða veiðifélögin við vatnið öllum sem vilja að veiða í vatninu á endurgjalds.

Félögin eru: Ármenn, Stangaveiðifélagið Stakkavík, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Árblik.

Gestum í Selvoginum verður heimil veiði frá morgni til um kl.17 þennan dag.

Veiðimenn eru hvattir til að koma við hjá einhverju félaganna, leita sér upplýsinga um fengsælustu staðina, flugurnar og skrá afla sinn í veiðibækur í lok dags.

Þrátt fyrir það sem kallað hefur verið óhagstæð tíð frá opnun í sumar, þá hafa aflabrögð verið með ágætum það sem af er og hátt í 700 fiskar færðir til bókar hjá félögunum við Hlíðarvatn.

Veiðikortið 2018

By | Fréttir | No Comments

Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2018 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!

Breytingar fyrir 2018
Það eru fáar breytingar á Veiðikortinu 2018 frá síðasta ári. Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur hverfur úr vatnaflóru Veiðikortsins, en vatnið hefur verið í Veiðikortinu frá upphafi. Miklar breytingar hafa orðið á svæðinu á þessum 14 árum og ferðaþjónustan tekið völdin þar, en búið er að byggja veglegt hótel nánast við vatnsbakkann sem heitir Hótel Laki. Verðið á kortinu hækkar upp í kr. 7.900 en verðið hafði verið óbreytt í nokkur ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 7.900.

Veiðikortið 2016 komið út

By | Fréttir | No Comments

Veiðikortið 2016 er komið í dreifingu og ætti að vera komið á flesta sölustaði á höfuðborgarsvæðinu og ætti kortið að vera að berast á sölustaði á landsbyggðinni næstu daga.

Nýr samningur vegna Þingvallavatns og Elliðavatns.
Það eru litlar breytingar á vatnasvæðum Veiðikortsins fyrir komandi tímabil að því undanskildu að Kringluvatn fyrir norðan sem og vötnin fyrir landi Sólheima í Dölum, Hólmavatn og Laxárvatn verða ekki með.
Búið er að endursemja til 3 ára um Þingvallavatn í landi þjóðgarðsins sem og Elliðavatn.

Þá er bara að fara að telja niður dagana, en í dag 1. desember eru 122 dagar þar til fyrstu vötnin opna í apríl.

 

 

Urriðadansinn 2015

By | Fréttir | No Comments

URRIÐADANS Í ÖXARÁ

Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.

Kynningin hefst klukkan  kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár.
Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.

Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

http://thingvellir.is/2243

 

Ég mæli eindregið með þessu, fyrir allan aldur.

Vatnaveiði – árið um kring

By | Fréttir | No Comments

Vorið 2015 kemur út hjá Forlaginu ný bók um vatnaveiði á Íslandi eftir Kristján Friðriksson, Vatnaveiði – árið um kring. Þar er rakið heilt ár í lífi silungsveiðimannsins og farið yfir allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, græjur og grip, mismunandi veiðislóðir og ólíkar aðferðir eru kynntar til sögunnar eftir því sem veiðiárinu vindur fram. Hver mánuður inniheldur þar að auki gagnlegar ábendingar vegna helstu vandkvæða sem upp kunna að koma.

Kristján Friðriksson er veiðimönnum að góðu kunnur fyrir greinaskrif um silungsveiði á vef sínum Flugur og skröksögur, http://www.fos.is. Persónulegar reynslusögur og athuganir hans munu gagnast reyndum sem óreyndum veiðimönnum og í Vatnaveiði – árið um kring gefst einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í heim silungsveiðimanns og náttúruunnanda. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda ásamt skýringamyndum sem skerpa á efninu.

Útsala hjá Veiðihorninu

By | Fréttir | No Comments

Vetrarútsala Veiðihornsins hefst á morgun, miðvikudag.

Á útsölunni er mikið úrval af eldri gerðum frá stóru merkjunum.
Eldri Sage stangir, eldri Simms vöðlur, eldri Lamson hjól, eldri Rio línur, eldri Orvis stangir, eldri Winston stangir. Við rýmum nú fyrir 2015 árgerðunum sem eru væntanlegir á vordögum.

Verið velkomin í Veiðihornið Síðumúla 8. Opið til 18 í dag.

 

Forútsala hjá Ellingsen

By | Fréttir | No Comments

Sérstök forútsala í Ellingsen á morgun, miðvikudaginn 14. janúar

Risaútsala Ellingsen er að hefjast og á morgun kl. 10:00–18:00 bjóðum við félögum í Ellingsenklúbbnum til sérstakrar forútsölu í verslununum okkar að Fiskislóð 1 í Reykjavík og Tryggvabraut 1–3 á Akureyri. Um er að ræða 20–70% afslátt af völdum vörum.

Ellingsen er með allt fyrir útivistina, veiðina og ferðalagið, þar á meðal fatnað og skó, stangveiði- og skotveiðivörur, grill og ferðavörur. Úrvalið getur þú skoðað á ellingsen.is.