Elliðavatn, Bugðuós og engin

Fór í Elliðavatn í blíðunni í gær. Ég var viss um að vatnið væri nú komið almennilega í gang eftir hlýindin undanfarið. En nei, ekki var það nú.
Þetta leit svo sem vel út, tók einn í ósnum í Bugðu á leiðinni út á engin en svo gerðist ekkert í marga klukkutíma.

Ég hitti mann úti á engjunum, hann hafði verið að kasta á grjóthrúgurnar með nobbler en ekki orðið var. Ég ákvað samt að prófa sjálfur og nota fleiri tegundir af flugum en allt kom fyrir ekki, enginn fiskur. Ég óð þá út að gamla vatninu í þeirri von að ég fengi fisk þar eins og síðast þegar grjóthrúgurnar gáfu ekki en það var sama sagan þar.

Sem síðustu tilraun prófaði ég þá að vaða engin í NV, í áttina að stíflunni. Þar fékk ég loksins einn fisk á nobbler.

Ekki voru þeir nú stórir fiskarnir sem ég fékk, voru rétt rúmlega pund, minnsta meðalþyngd sem ég hef verið með þarna lengi.

Sefið norðan við Elliðavatnsbæinn var að byrja koma upp úr vatninu en það var allavega fet niður á sefið úti í vatninu sjálfu, kannski fer þetta almennilega í gang þegar það kemur upp, hugsanlega með fleiri púpum í kjölfarið. Það er vonandi og sefið er líka mitt viðmið þegar ég veð engin.

Jæja, ætli það sé ekki að fara koma tími á Úlfljótsvatnið, það hlýtur að fara að hrökkva í gang í kjölfarið á hlýjundunum undanfarið.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.