vatnaveiði

Hlíðarvatn 22-23 júní 2018

By | Nýjast1, Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Hlíðarvatn aftur!
Já, alltaf gaman i Hlíðarvatni.

Maður stjórnar ekki náttúruöflunum, reyndar var frábært veður til veiða fyrri daginn, stillt, hlýtt og úrkomulaust, fallegt veður.
En það rigndi svo allan næsta dag og við vorum orðnir svolítið blautir og kaldir í lokin. Samt gaman.

Ekki var veiðin nú merkileg, einhverjir tittir fyrir framan Hlíð,  hús SVH  komudaginn á meðan grillið var að hitna. Ekki  svo  högg  fyrr en undir lokin í Hlíðarey, þar sem rúmlega punds bleikja tók píkokk. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti  sem Hlíðarey bjargar veiðinni.

Það voru ekki margir  að veiða enda HM leikurinn fyrr  um daginn, daginn eftir sáum við svo bara einn  veiðimann, hvort sem það hefur verið rigningunni eða HM að kenna.

 

 

 

 

 

Hátíðardagur við Hlíðarvatn í Selvogi

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Félögin við Hlíðarvatn voru með opinn dag við vatnið þar sem allir gátu veitt frítt.

Ég skellti mér í góðu veiðiveðri, margt var um manninn, veiðimenn voru á öllum helstu veiðistöðunum í kringum allt vatnið. Ekki fara margar sögur af minni veiði, fékk tvo og sleppti öðrum.
Ég sá veiðimann vera með c.a. fjögurra punda bleikju og sýndist mér hann hafa bætt við annari stórri áður en hann fór.

Ég taldi gróflega veiðibók Hafnfirðinga, þar voru bókaðir um 45 fiskar í dag. Ekki slæmur afli það.

Ég tók nokkrar myndir læt þær fylgja með.

Elliðavatn 21. maí 2018

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Fór í Elliðavatnið á annan í Hvítasunnu.

Fyrst fór í Hólmsá, prófaði að veiða mig niður að hylnum við Gunnarshólma.  Ég sá tvo aðra veiðimenn þarna sem er nú ekki algeng sjón.
Prófaði bara púpur, píkokk og Pheasant Tail, ekki fékk ég högg þarna og veit ekki hvernig hinum gekk.

Þá fór ég niður að Elliðavatni og  prófaði að kasta SV við Elliðavatnsbæinn, ég taldi allavega  10 veiðimenn víðsvegar um vatnið, einn fisk sá ég, hann hefur verið 3+ pund, tekinn á spún eða beitu.
Krían var í æti úti á vatni og ein og ein var farin að veiða nálægt mér sem  gaf mér  aukna von en annars var vatnið kalt.
Það fór á sama veg og áður,ég fékk ekki högg.

Þetta hlýtur að fara að koma, þ.e.a.s.veðrið, veit ekki með veiðina.

 

 

 

 

Skemmtilegur dagur í Elliðavatni

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Jæja, Elliðavatnið tók heldur betur skemmtilega á móti mér á opnunardaginn í gær

Ég byrjaði á því að fara út á Engin, þar var þá fyrir maður sem var búinn að spúna megin hluta af grjótinu sýndist mér. Þegar ég hitti á hann sagðist hann ekki hafa orðið var svo ekki leit þetta vel út.
Ég byrjaði að kasta í ós Bugðu án árangurs, óð svo út í grjótið á Engjunum, ég fékk ekki svo mikið sem högg og ekki var mikið líf að sjá. Ég var með Nobbler í nokkrum litum og einn nýjan í gylltum lit en ekkert gerðist.
Á endanum fannst mér þetta vera  vonlítið og sneri við. Í þrjósku og af gömlum vana henti ég aftur í Bugðu ós og var svona að ganga og draga inn þegar ég finn fyrir fyrirstöðu.
Viti menn á endanum var stór urriði sem heldur betur lét finna fyrir sér, hann tók hraustlega í línuna og stökk aftur og aftur, þetta var virkilega skemmtileg viðureign.
Að lokum náði í honum í pokann, þvílíkur fiskur, hraustlegur útlists sem mældist 4 pund eftir blóðgun þegar komið var í land, hann virkar samt stærri.

Þetta er líklega stærsti fiskur sem ég hefi fengið í vatninu, allavega hef ég ekki fengið stærri. Það sem gerði þetta svo enn skemmtilegra var að þetta var endurbætt útgáfa af flugunni Rósamunda sem ég hef sýnt hér áður á síðunni.
Sú fluga er straumfluga með grænum, rauðum og svörtum hárum, ég skipti út efstu hárunum sem eru svört og sett píkokk fjaðrir í staðinn og hafði þær langar, lengri en hinra.
Þetta virðist vera í tísku í laxaflugum þessa dagana, ég bætti svo aðeins við gylltu skrautþræðina. Þessa flugu kalla ég Rósamundu í sparifötunum.
Hún var reyndar með appelsínugulri keilu í þeirri útgáfu sem ég veiddi á núna.

Það var sem sagt tvöföld ánægja í þessari veiðiferð.

Ég prófaði einnig að veiða sunnan við Elliðavatnsbæinn með púpum en varð ekki var.

Ekki voru margir veiðimenn miðað við að þetta væri opnunardagur en samt slæðingur.

 

Og hérna var fiskurinn blessaður

Tveir dagar í Hlíðarvatni í Selvogi

By | Veiði, Veiðiferðir, Veiðistaðir | One Comment

Er nýkominn úr tveggja daga veiði í Hlíðarvatn. Var að veiða frá 18 á sunnudegi til 16 á þriðjudegi.

Veðrið var þvílíkt fallegt á sunnudeginum þegar ég kom að vatninu, þvílík dýrð, ég hreinlega hélt að þetta gæti ekki staðist, einhver kæmi og ræki mig heim, þetta væru tóm misstök hjá mér.
Eftir að ég hafði komið mér fyrir í bústaðnum fór ég strax þar sem rennur úr vatninu við brúna. Þessi staður hafði gefið mér best þegar ég var þarna síðast um miðjan maí. Ekki fékk ég högg þarna og ekkert líf var að sjá. Ég sá svo seinna þegar ég skoðaði veiðibókina að ekkert hafði veiðst þarna lengi, hugsanlega er þetta bara vorveiðistaður. Ég endaði svo fyrsta kvöldið í Botnavíkinni og varð heldur ekki var.

Daginn eftir var veðrið áfram frábært, ég prófaði alla þessa helstu staði, Hlíðarey, Kaldós, Kaldós sker, Djúpanef og svo Botnavík, ég prófaði núna að veiða hana með hægsökkvandi línu. Einhvern vegin líkar mér aldrei við línur sem sökkva, finnst þær annað hvort of þungar og erfitt að vita hvenær búið er að draga þær nægilega inn til þess að kasta aftur. Eflaust er þetta spurning um þjálfun. Niðurstaðan var sú sama og kvöldið áður, fékk ekki fisk og varð varla var, ekkert líf að sjá.

Vel hefur veiðst í Hlíðarvatni í ár, Ármenn eru búnir að fylla eina veiðibók, á síðustu síðu hennar sá ég að alls voru skráðar 641 bleikja, 8 urriðar og 1 áll. Það var svo búið að skrá nokkrar síður í nýrri bók, hver síða með 25 línum!

Ég var ansi þreyttur eftir daginn og fór snemma í háttinn, ég vaknaði svo við rok og rigningu seinni daginn. Mér leist ekki á veðrið og fékk mér kaffi í rólegheitum og hlustaði á rás eitt. Ég gerði meira að segja nokkrar æfingar með morgunleikfiminni, í fyrsta skipti á æfinni. Sýnir hvað ég var lítið spenntur að fara út að veiða. Æfingarnar voru reyndar nokkuð góðar fyrir bakið á mér sem var frekar aumt eftir gærdaginn.
Ég fór svo beint í Botnavíkina enda voru allar færslur þaðan í veiðibókinni síðustu daga. Ekkert var að hafa í byrjun en par sem var að veiða innst í Botnlanganum fékk tvo fiska, þá færði ég mig nær þeim án þess að vera frekur. Stuttu seinna fór ég að fá tökur, þetta voru mjög nettar tökur, ég var ekki með tökuvara en þar sem ég kastaði beint undan vindi lagðist línan beint út og ég var alltaf í sambandi við hana. Það fór svo að ég náði þarna 5 bleikjum og missti tvær á 3-4 tímum. Ég endaði daginn svo í Hlíðarey án þess að verða var.

Minkur var að fara eftir bakkanum í leit að æti, nokkrar sögur hafa heyrst af sjálfsbjargarviðleitni hans. Ég settist á bakkann og hann kom mjög nálægt mér, svona stangarlengd í burtu. Ég var ekki alveg rór á meðan ég sat þarna, vissi ekki hvort hann væri að reyna að laumast í veiðipokann. Ég hafði rekist á þennan mink þegar ég var að keyra eftir veginum, hann kom lallandi eftir veginum  í áttina að  bílnum, ekki vitund hræddur, auðsjáanlega orðinn vanur manninum.

Góður veiðitúr var að baki sem sýnir að það er ekki veðrið sem stjórnar veiðinni….eða hvað?

 

 

Veiðigyðja, veiðigyðja, hvar ert þú.

By | Veiðiferðir | No Comments

Búinn að fara tvisvar að veiða án þess að skrifa um það enda kannski ekki mikið að segja frá þegar ekkert veiðist og ekki skemmtilegt að blogga svoleiðis ferðir.

Fór sem sagt í Elliðavatn um daginn, þ.e.a.s. ætlaði að fara í Elliðavatn. Áður en ég lagði af stað fór ég yfir hvað ég þyrfti að taka með mér og týndi það allt samviskusamlega til og lét í bílinn. Ég mundi svo að reimarnar voru orðnar lélegar í vöðluskónum og renndi því við í Sportbúðinni á leiðinni og keypti mér reimar. Allt að ganga upp. Ég keyri svo upp að Elliðavatni, á í vandræðum með að finna bílastæði svo ég legg vestan megin við brúna, það var einhver hjólakeppni í gangi og öll stæði full. Ég tek mig svo til í rólegheitum, ullarsokkarnir, vöðlurnar, vestið, háfurinn og netið en hvar eru vöðluskórnir?
Nú hefði komið sér vel að frumburðurinn væri búinn að semja “Undirbúningssöng veiðimannsins” sem ég hef reyndar nokkrum sinnum minnt hann á en þetta kemur allt að lokum, er það ekki Sindri?
Ég hafði sem sagt gleymt skónum, jæja, breyti planinu og ákeð að renna stutta stund í ánna og segja þetta svo gott. Það var svo eins og lang oftast í ánni, sá þá skjótast nokkra en fékk ekki fisk, kannski 1-2 nört en það var allt og sumt.

Fyrir 2 vikum eða svo fór ég svo í Úlfljótsvatn, ég var fullur tilhlökkunar, var með frumburði og tengdasyni og bjóst við slatta af fiski því vatnið á að vera komið í gang.
Við byrjuðum sunnarlega í vatninu á stað sem gaf okkur vel í fyrra, þar voru fyrir þrír veiðimenn með 6-7 fiska sem þeir voru búnir að reita upp á 3 tímum. Leit vel út. Það fór þó svo við urðum ekki við varir, veiðimennirnir sem voru þarna fyrir fengu 1 fisk á þeim tíma sem við vorum þarna. Við ákáðum því að fara í Borgarvíkina, þar ætti að vera öruggt að fá fisk á þessum tíma, sonurinn fékk tvo titti sem fengu líf en við hinir ekki neitt.
Þarna voru fyrir tveir aðrir veiðimenn, annar þeirra veiddi reglulega fisk og ég sá hinn taka einn. Hvað er að gerast, er veiðigyðjan að yfirgefa mann, það verður bara að koma í ljós.
Maður hefur verið veikur undanfarið, það ásamt öðrum brýnum erindum hefur haldið mig frá veiðum, vonandi fer það nú allt saman að klárast.

Vonandi get ég skroppið bráðlega í Elliðavatn.

Annars var ég að glugga í bókina um Vatnsdalsána í dag, það rifjuðust upp góðir tímar á silungasvæðinu, mikið rosalega langar mig nú að fara þangað aftur.

Elló 1. júní

By | Veiðiferðir | No Comments

Hvernig er þetta með veðurspána, getur hún aldrei staðist!

Fór í Elliðavatn í dag af því veðurspáin hafði sagt að í dag yrði skásti dagurinn, 11 stiga hiti og vindur 4-5 m/s. Það klikkað heldur betur. Ég var svo sem ekki með hitamæli á mér að það blés ansi hressilega á köflum og það var frekar kalt þegar sólin hvarf. Geta veðurfræðingar ekki áttað sig á því að það er kominn tími á sumarveðrið!

Jæja, óð út í við Bugðuós, krían var þarna út um allt í æti en ekki fékk ég neinn fisk þó ég kastað á sömu staði og hún var að athafna sig á. Ég beygði svo snarlega til hægri í áttina að stíflunni, veiddi mig inn eftir og beygði svo til vinsti út í vatnið til móts við Krínunes. Þarna var ég svo að plokka upp einn og einn fisk, plokkfiskur eins og sumir segja, á þessu svæði fékk ég þrjá fiska og missti tvo. Vatnið þarna var nokkuð heitt. Ég tók svo einn nær mínum venjulegu miðum á engjunum. Einhverra hluta vegna fékk ég engan fisk á mínum venjulegu veiðistöðum þarna á engjunum, reyndar er svo hátt í vatninu að sefið sést ekki og þar mín venjulegu viðmið og ég fór því ekki á alla staðina þess vegna. Eða kannski datt þetta bara niður um þrjúleitið, akkúrat þegar ég var kominn þarna. Rauður og grænn útfjólublár nobbler gaf þessa fiska.

Ég prófaði aðeins við Elliðvatnsbæinn en varð ekki var, ég reyndi líka á ströndinni vestan við bæinn en varð heldur ekkert var þar.

Að lokum tók ég nokkur köst rétt fyrir kl. 19 við brúnna, ekki varð ég heldur var þar en þá voru komnir þarna fimm aðrir veiðimenn, þegar ég var svo að taka saman fékk einn þeirra að því er virtist stóran fisk, heyrði hann svara því til að flugan væri eitthvað hvítt og rautt.