Veiðidagur fjölskyldunnar 2016

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní en þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 27 vötn í boði á veiðideginum.

Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, Höfðabrekkutjörnum og Þveit.

Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Torfadalsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni.

Upplýsingar um hvaða veiðisvæði er að ræða má nálgast á heimasíðu Landssambands stangaveiðifélaga www.landssambandid.is eða fá bækling um það í flestum veiðibúðum og á Olís-stöðvum um land allt.

 

 

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.