Elliðavatnið, fyrsta veiðiferð sumarsins

Dustaði rykið af græjunum síðastliðinn fimmtudag og fór í fyrstu veiðiferð sumarsins.

Elliðavatn varð að sjálfsögðu fyrir valinu. Ég var eins og venjulega fullur eftirvæntingar með nokkrar nýjar flugur í farteskinu, mest afbrigði af nobbler og Black Ghost.
Strax þegar ég keyrði fram hjá Bugðu sá ég hvernig þetta var, hún flæddi yfir bakka sína. Enda kom í ljós að það var mjög mikið í vatninu.

Ég fór út á Engin, prófaði Bugðuós í leiðinni eins og venjulega. Það voru 10 sentimetrar eftir upp á efri brún vaðlanna. Ég hef held ég aldrei verið í svona miklu vatni þarna, íminda mér að það hafi allavega verið 10 sentimetrum hærra en venjulega. Ef það hefði blásið eitthvað hefðu öldurnar farið yfir brúnina á vöðlunum.

Ekki fékk ég högg í þessari ferð en nú er búið að prófa græjurnar, vöðlurnar þarfnast endurnýjunar og það þarf að líma hjólsætið á sexunni, annars bara góður.

Læt fylgja með nokkrar myndir sem sýna stöðuna á vatninu, já og fegurðina þarna.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.