Hlíðarvatn

Hlíðarvatn 22-23 júní 2018

By | Nýjast1, Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Hlíðarvatn aftur!
Já, alltaf gaman i Hlíðarvatni.

Maður stjórnar ekki náttúruöflunum, reyndar var frábært veður til veiða fyrri daginn, stillt, hlýtt og úrkomulaust, fallegt veður.
En það rigndi svo allan næsta dag og við vorum orðnir svolítið blautir og kaldir í lokin. Samt gaman.

Ekki var veiðin nú merkileg, einhverjir tittir fyrir framan Hlíð,  hús SVH  komudaginn á meðan grillið var að hitna. Ekki  svo  högg  fyrr en undir lokin í Hlíðarey, þar sem rúmlega punds bleikja tók píkokk. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti  sem Hlíðarey bjargar veiðinni.

Það voru ekki margir  að veiða enda HM leikurinn fyrr  um daginn, daginn eftir sáum við svo bara einn  veiðimann, hvort sem það hefur verið rigningunni eða HM að kenna.

 

 

 

 

 

Hlíðarvatn í Selvogi

By | Veiðiferðir | No Comments

Ég og eldri strákurinn minn fórum í skemmtilega ferð í Hlíðarvatn 4-5 ágúst.

Veðrið var hvassara fyrri daginn en lægði svo og snerist daginn eftir. Það var skýjað en rigndi ekki. Þá var vindurinn 2-3 m/s niður í logn.

Það var fullt af flugu á vatninu, mjög litlar flugur sem ég veit ekki hvað heita, ekki þó mýflugur held ég, svo sá ég vorflugu og loks hrossaflugu “skoppa” skemmtilega eftir yfirborði vatnsins (spurning um að prófa Daddy Longlegs eins og bretarnir?)

Þó að þetta hafi ekki verið mok er þetta skársta ferð mín í Hlíðarvatn í nokkur ár.

Read More