Hlíðarvatnsdagurinn 2017

Fór í Hlíðarvatn þann 11. júní á Hlíðarvatnsdeginum 2017.

Ég var nú stutt við veiðar, frá 14 til 17. Það var blíðskaparveður, sól og vindurinn búinn að snúast í suð-vestan.
Ég náði einni á brúarbreiðu og annari á rifinu út frá Kaldósi, báðar þetta dæmigerða hlíðarvatnspund.

Ég hleraði að það hefðu veiðst 9 bleikur hjá Ármönnum og 13 hjá hafnfirðingum, kannski ekki mikil veiði miðað við fjölda veiðimanna en ég taldi í það minnsta 30 bíla og er það mjög gróft áætlað. Það er heldur ekki venjan að maður þurfi að velja veiðistað eftir því hvar maður fær bílastæði en þannig var það nú þennan daginn.

Ég skráði svo aflann hjá SVH og fékk kaffi og vöfflur sem var ansi kærkomið því ég var lítið nestaður.
Takk fyrir mig.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.