Category Archives: Hnýtingar

PT á dagskránni

By | Hnýttar flugur | No Comments

Áfram halda hnýtingar.
Ég hef verið að dunda við Pheasant Tail undanfarið en hún er í miklu uppháhaldi hjá mér.
Sleppti því að hnýta hann með koparvír í stað tvinna, hann lítur betur út svona, geri hitt þegar ég er orðinn stór.

Hnýtingaraðstaðan

By | Hnýtingar | No Comments

Nú er til siðs í útlöndum að birta myndir af hnýtingar aðstöðu manna, hún er eins misjöfn og hnýtararnir eru margir.

Séð framan á hnýtingaborðið

Séð framan á hnýtingaborðið

Ég er bara mjög sáttur við mína aðstöðu, er það ekki sýst vegna góðvilja míns betri helmings sem eftirlætur mér þetta dýrmæta pláss. Meira að segja barnabörnin snerta þetta ekki (nema ef vera skildi einn og einn tússpenni sem þarf til að fullkomna teikninguna).

Til þess að vera nú modern og hipp og kúl birti ég hér með mynd af aðstöðunni minni.
<br\><br\><br\><br\><br\><br\><br\><br\><br\><br\><br\>

Rok, rigning og veikindi

By | Hnýttar flugur, Veiði | 2 Comments

Eitthvað verður maður að gera sér til dundurs þó maður hafi ekki farið neitt, ekki bloggar þetta sig sjálft!

Sumsé aðal Elliðavatnsboxið mitt, fyrir utan hinar 1000 flugurnar, nei, ég er ekki að grínast, þetta er náttúrulega sorglegt, maður hefur hnýtt “sniðugar” flugur sem gefa þegar allt annað þrýtur…eða þannig.

Svo man maður ekki eftir flugunni þegar hún er tekin úr boxinu 1-2-3 árum seinna 🙁

Jú, þarna er líka Frances fyrir laxinn í haust.Imaget

 

Image

 

 

 

Útfjólublátt (UV) hnýtingarefni

By | áhugaverð/ný hnýtingarefni | No Comments

Verslaði mér UV marabúa í jsflyfishing.com

T.d. þennan http://www.jsflyfishing.com/item/nm-790112-0000/spirit-river-uv2-marabou/1.html?child=NM-790112-FLCH

Einnig UV Chenille t.d. þetta http://www.jsflyfishing.com/item/sm-700254-0000/hareline-medium-uv-polar-chenille/1.html?child=SM-700254-HTOR

Keypti þetta í ýmsum litum

Hnýtti Nobblera úr þessu

Spennandi að sjá hvernig urriðinn í Elliðavatni tekur þessu.

Þarf örugglega að hnýta þá undir spöl frá bakkanum 😉