Í haustblaði Fly Tyer er viðtal við tvo þekkta hnýtara, Branko Gasparin frá Slóveníu og Hans van Klinken.
Category Archives: áhugaverð/ný hnýtingarefni
Ég er ekki Ármaður en þekki þó nokkra slíka. Ég bauð því sjálfum mér á flóamarkaðinn hjá þeim í kvöld, ég held reyndar að allir séu velkomnir.
Ég keypti mér hnútajárn (whip finisher) í vetur.
Þegar ég ætla svo að fara að nota það kemst ég að því að ég kann ekki á það og ég sem nota oftast hnútajárn við hnýtingarnar.
Lék mér að hárunum í úlfinum (Nayat) og hermdi eftir flugum sem t.d. Ulf Hagström (sjá vídeó með honum hér í blogginu) hefur verið að gera fyrir geddu, stórar og miklar flugur.
Ég ætla að sjálfsögðu að prófa þessar flugur í eitthvað, örugglega í urriðann, kannski í lax ef ég kræki í einhverja ódýra laxveiði á árinu (já, já, það er allt í lagi að láta sig dreyma).
Það eru tvær flugur slegnar í einu með þessum pósti, sú fyrri er sú að sýndar eru flugur hnýttar úr Nayat, úlfshárum, sú seinni er ný fluga sem ég er búinn að vera dunda mér við að búa til, flugan Rósamunda sem sést hér í fyrsta sinn
Verslaði mér UV marabúa í jsflyfishing.com
T.d. þennan http://www.jsflyfishing.com/item/nm-790112-0000/spirit-river-uv2-marabou/1.html?child=NM-790112-FLCH
Einnig UV Chenille t.d. þetta http://www.jsflyfishing.com/item/sm-700254-0000/hareline-medium-uv-polar-chenille/1.html?child=SM-700254-HTOR
Keypti þetta í ýmsum litum
Hnýtti Nobblera úr þessu
Spennandi að sjá hvernig urriðinn í Elliðavatni tekur þessu.
Þarf örugglega að hnýta þá undir spöl frá bakkanum 😉