Japanskar glerperlur frá MIYUKI

Í haustblaði Fly Tyer er viðtal við tvo þekkta hnýtara, Branko Gasparin frá Slóveníu og Hans van Klinken frá Hollandi. Blaðið lýsir þeim sem tveimur af bestu fluguhönnuðum Evrópu. Sá síðarnefndi er íslendingum að góðu kunnur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. Þarna sýna þeir flugur hnýttar með lituðum glerperlum sem þeir setja ofan á flugurnar til að herma eftir loftbólunni sem er á púpunni á leið upp til yfirborðsins.
Þetta eru dropalaga glerperlur með gati: “MIYUKI Japanese  Seed Beads Drops”.

Ég ákvað að kaupa þessar perlur, fékk þær á Amazon en hægt að googla og finna fleiri seljendur. Ég keypti olívu grænar, svartar, appelsínugular og glærar.
Það þarf smá lagni við að koma þeim upp á önglana ef maður er ekki með agnhaldslausa öngla, best reyndist mér að snúa þeim um  leið og ég renndi þeim yfir agnhaldið.
Ég hnýtti einnig flugur með dropanum neðan á flugunni.

Útkomuna má sjá í næsta bloggi frá mér: “Flugur hnýttar með MIYUKI glerperlum”.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.