Hin árlegi Hlíðarvatnsdagur í Selvoginum verður sunnudaginn 10. júní. Þennan dag bjóða veiðifélögin við vatnið öllum sem vilja að veiða í vatninu á endurgjalds.
Félögin eru: Ármenn, Stangaveiðifélagið Stakkavík, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Árblik.
Gestum í Selvoginum verður heimil veiði frá morgni til um kl.17 þennan dag.
Veiðimenn eru hvattir til að koma við hjá einhverju félaganna, leita sér upplýsinga um fengsælustu staðina, flugurnar og skrá afla sinn í veiðibækur í lok dags.
Þrátt fyrir það sem kallað hefur verið óhagstæð tíð frá opnun í sumar, þá hafa aflabrögð verið með ágætum það sem af er og hátt í 700 fiskar færðir til bókar hjá félögunum við Hlíðarvatn.