Vatnaveiði – árið um kring

By | Fréttir | No Comments

Vorið 2015 kemur út hjá Forlaginu ný bók um vatnaveiði á Íslandi eftir Kristján Friðriksson, Vatnaveiði – árið um kring. Þar er rakið heilt ár í lífi silungsveiðimannsins og farið yfir allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, græjur og grip, mismunandi veiðislóðir og ólíkar aðferðir eru kynntar til sögunnar eftir því sem veiðiárinu vindur fram. Hver mánuður inniheldur þar að auki gagnlegar ábendingar vegna helstu vandkvæða sem upp kunna að koma.

Kristján Friðriksson er veiðimönnum að góðu kunnur fyrir greinaskrif um silungsveiði á vef sínum Flugur og skröksögur, http://www.fos.is. Persónulegar reynslusögur og athuganir hans munu gagnast reyndum sem óreyndum veiðimönnum og í Vatnaveiði – árið um kring gefst einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í heim silungsveiðimanns og náttúruunnanda. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda ásamt skýringamyndum sem skerpa á efninu.

Útsala hjá Veiðihorninu

By | Fréttir | No Comments

Vetrarútsala Veiðihornsins hefst á morgun, miðvikudag.

Á útsölunni er mikið úrval af eldri gerðum frá stóru merkjunum.
Eldri Sage stangir, eldri Simms vöðlur, eldri Lamson hjól, eldri Rio línur, eldri Orvis stangir, eldri Winston stangir. Við rýmum nú fyrir 2015 árgerðunum sem eru væntanlegir á vordögum.

Verið velkomin í Veiðihornið Síðumúla 8. Opið til 18 í dag.

 

Forútsala hjá Ellingsen

By | Fréttir | No Comments

Sérstök forútsala í Ellingsen á morgun, miðvikudaginn 14. janúar

Risaútsala Ellingsen er að hefjast og á morgun kl. 10:00–18:00 bjóðum við félögum í Ellingsenklúbbnum til sérstakrar forútsölu í verslununum okkar að Fiskislóð 1 í Reykjavík og Tryggvabraut 1–3 á Akureyri. Um er að ræða 20–70% afslátt af völdum vörum.

Ellingsen er með allt fyrir útivistina, veiðina og ferðalagið, þar á meðal fatnað og skó, stangveiði- og skotveiðivörur, grill og ferðavörur. Úrvalið getur þú skoðað á ellingsen.is.

Útsala hjá Joakims

By | Fréttir | No Comments

Lagersalan hefst föstudaginn 9.jan kl.15:00 og verður opið til kl.18:30. Laugardaginn 10.jan verður opið frá kl.11:00 – 16:00

Hægt er að gera mjög góð kaup. Til dæmis fást flugustangir frá kr.12.500.- Flugulínur margar gerðir frá kr.4.000,- Flugubox frá kr.450,- og margt fleira.

 

Opnunartími hjá okkur í Skútuvogi 10F ( lager ) verður síðan mán – fimmtudaga frá kl.16:00 til 18:30 í janúar og febrúar eða á meðan birgðir endast.

Utan opnunartíma er hægt að hafa samband í síma 698 4651 eða á joakims@simnet.is

 

Kveðja.
Jón V.Óskarsson
JOAKIM´S ehf
Gsm 698 4651
www.joakims.is

Veiðilagerinn með útsölu

By | Fréttir | No Comments

Á facebook síðu Veiðilagerins tók ég þessar upplýsingar:

Síðustu dagar frægu áramótaútsölu Veiðilagersins fara nú í hönd.
Allar veiðivörur á hálfvirði og þá meinum við allar.
Veiðistangir á hálfvirði, vöðlur á hálfvirði, skotveiðigallar á hálfvirði veiðihjól á hálfvirði, flugur á hálfvirði, spúnar á hálfvirði.
Veiðilagerinn er á Krókhálsi 4 og alltaf ódýrari.