Veiðikortið 2016 komið út

Veiðikortið 2016 er komið í dreifingu og ætti að vera komið á flesta sölustaði á höfuðborgarsvæðinu og ætti kortið að vera að berast á sölustaði á landsbyggðinni næstu daga.

Nýr samningur vegna Þingvallavatns og Elliðavatns.
Það eru litlar breytingar á vatnasvæðum Veiðikortsins fyrir komandi tímabil að því undanskildu að Kringluvatn fyrir norðan sem og vötnin fyrir landi Sólheima í Dölum, Hólmavatn og Laxárvatn verða ekki með.
Búið er að endursemja til 3 ára um Þingvallavatn í landi þjóðgarðsins sem og Elliðavatn.

Þá er bara að fara að telja niður dagana, en í dag 1. desember eru 122 dagar þar til fyrstu vötnin opna í apríl.

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.