Ármenn byrja tímabilið: Kynningarfundur félags og dagskrár

Ármenn eru að byrja tímabilið og verða með kynningu á félaginu og vetrardagskránni.
Kannski maður mæti bara og skoði sig um, hver veit!

Svona  er tilkynningin á síðunni þeirra:

Miðvikudagskvöldið 21. október klukkan 20:00 ætlum við hjá Ármönnum að vera með kynningarfund, bæði á félaginu okkar og á vetrardagskránni.
Fundurinn er haldinn í Árósum að Dugguvogi 13.
Endilega takið með ykkur veiðifélagana, vinina og þá sérvitringa sem þið hugsið gætu haft gaman að því að mæta á ármannakvöld.Í vetur munum við svo vera með fundi allavega tvisvar í viku.
Mánudagskvöld 20:00 er fluguhnýtingakvöld
Miðvikudagskvöld 20:00 er opið hús þar sem alltaf er heitt á könnuni og möguleiki á því að það sé einhver frábær viðburður.

Vonandi sjáum við sem flesta og gerum þetta eina fluguveiðifélag Íslands enn betra.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.