Úlfljótsvatn

Veiðigyðja, veiðigyðja, hvar ert þú.

By | Veiðiferðir | No Comments

Búinn að fara tvisvar að veiða án þess að skrifa um það enda kannski ekki mikið að segja frá þegar ekkert veiðist og ekki skemmtilegt að blogga svoleiðis ferðir.

Fór sem sagt í Elliðavatn um daginn, þ.e.a.s. ætlaði að fara í Elliðavatn. Áður en ég lagði af stað fór ég yfir hvað ég þyrfti að taka með mér og týndi það allt samviskusamlega til og lét í bílinn. Ég mundi svo að reimarnar voru orðnar lélegar í vöðluskónum og renndi því við í Sportbúðinni á leiðinni og keypti mér reimar. Allt að ganga upp. Ég keyri svo upp að Elliðavatni, á í vandræðum með að finna bílastæði svo ég legg vestan megin við brúna, það var einhver hjólakeppni í gangi og öll stæði full. Ég tek mig svo til í rólegheitum, ullarsokkarnir, vöðlurnar, vestið, háfurinn og netið en hvar eru vöðluskórnir?
Nú hefði komið sér vel að frumburðurinn væri búinn að semja “Undirbúningssöng veiðimannsins” sem ég hef reyndar nokkrum sinnum minnt hann á en þetta kemur allt að lokum, er það ekki Sindri?
Ég hafði sem sagt gleymt skónum, jæja, breyti planinu og ákeð að renna stutta stund í ánna og segja þetta svo gott. Það var svo eins og lang oftast í ánni, sá þá skjótast nokkra en fékk ekki fisk, kannski 1-2 nört en það var allt og sumt.

Fyrir 2 vikum eða svo fór ég svo í Úlfljótsvatn, ég var fullur tilhlökkunar, var með frumburði og tengdasyni og bjóst við slatta af fiski því vatnið á að vera komið í gang.
Við byrjuðum sunnarlega í vatninu á stað sem gaf okkur vel í fyrra, þar voru fyrir þrír veiðimenn með 6-7 fiska sem þeir voru búnir að reita upp á 3 tímum. Leit vel út. Það fór þó svo við urðum ekki við varir, veiðimennirnir sem voru þarna fyrir fengu 1 fisk á þeim tíma sem við vorum þarna. Við ákáðum því að fara í Borgarvíkina, þar ætti að vera öruggt að fá fisk á þessum tíma, sonurinn fékk tvo titti sem fengu líf en við hinir ekki neitt.
Þarna voru fyrir tveir aðrir veiðimenn, annar þeirra veiddi reglulega fisk og ég sá hinn taka einn. Hvað er að gerast, er veiðigyðjan að yfirgefa mann, það verður bara að koma í ljós.
Maður hefur verið veikur undanfarið, það ásamt öðrum brýnum erindum hefur haldið mig frá veiðum, vonandi fer það nú allt saman að klárast.

Vonandi get ég skroppið bráðlega í Elliðavatn.

Annars var ég að glugga í bókina um Vatnsdalsána í dag, það rifjuðust upp góðir tímar á silungasvæðinu, mikið rosalega langar mig nú að fara þangað aftur.

Burton

By | Fast, Hnýttar flugur | No Comments

Jæja, ekki er nú andagiftin búin að vera mikil undandarið.
Alger lágdeyða.

Náði samt að bæta við einni fyrir sumarið, Burton, sú þrælveiðna fluga.Ég veit að hún gefur gefið víða: Elliðavatn, Þingvallavatn, Úlflótsvatn, Laugavatn, Vífilstaðavatn o.fl.

 

 

Úlfljótsvatn um helgina

By | Veiðiferðir | No Comments

Fór í Úlfljótsvatn á sunnudaginn.
Hafði heyrt af tveimur aflaklóm sem fóru þangað seinni partinn á fimmtdaginn og tóku samtals 60 fiska á 5 klukkutímum. Ég vissi ekki hvar þeir hefðu verið í vatninu, né á hvaða flugu(r) þeir fengu fiskinn.

Minn ætlaði að gera svipaða hluti, dreif hund og græjur út í bíl, var mættur á bakkann um sjöleitið. Fékk eitt högg.
Skipti um stað, fór í Borgarvíkina, særði upp eitt pund og fékk annað högg.
Þegar ég fór heim um 10 leitið, þegar það var farið að skyggja voru vökur á fullu en.

Jæja, svona er veiðin, gengur örugglega betur næst 🙂

 

Tveir fyrir einn, pennaleti og aflaleysi

By | Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Jæja, fór í Meðalfellsvatn fyrir nokkrum dögum.

Skemmst frá því að segja að eitt smá kvikyndi fékkst og það á rauðan Nobbler í lokin, Flott veður og alles, eina sem vantaði var fiskurinn.

Fór í Úlfljótsvatn við annan mann og hund í fyrradag, það virðist vera liðið hjá að maður fái góðan afla þarna, 4 fiskar, tveir hirtir. Afbrigiði af Gullkróknum með orange kúluhaus var að gefa þetta.

Read More

Úlfljótsvatn gefur aftur vel

By | Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Fór í Úlfljótsvatn 19. júni, veiddi frá 19-23:30

Skýjað, rigning með köflum, vindur fyrst austan stæður svo úr vestri.

Fékk strax fisk og svo annan, fékk fisk á með korters fresti á tímabili.

Gerðist kokhraustur og sagði við sjálfan mig að ég færi ekki í kaffi fyrr en eftir 10 fiska, það gekk eftir.

Eftir kaffi upp úr 22 fékk ég tvo fiska, síðan ekki meir.

Stærsti 2,5 pund, 12 fiskar hirtir, samtals 6,5 kíló. Afbrigiði af Króknum og Pheasant tail.

Gott kvöld við Úlfljótsvatn.

Purple á leiðinni upp eftir, Clapton á leiðinni heim.

Image

 

 

Image