Úlfljótsvatn 20. júní

Fór í Úlfljótsvatn í gær, skv. fréttum átti það að hafa lifnað við síðustu dagana.

Veðrið var gott, spáði 13 stiga hita og mjög litlum vindi. Skúrir komu 1-2svar svo ég muni eftir á tímabilinu frá 16-22:30.

Ég sá allavega 10 veiðimenn við vatnið, krían var á fullu að éta af yfirborðinu og fluga var að klejast út í yfirborðinu en fiskurinn var ekki að vaka. Það var eins og það vantaði eitthvað á að fiskurinn færi af stað … eða hvað?

Ég hitti á tvo veiðimenn sem höfðu verið að veiða þarna fyrir tveimur dögum og fengið nokkra eftir kl. 22.

Svo ég geri langa sögu stutta þá varð ég ekki var, það sást fiskur stökkva nokkrum sinnum og örfáar skvettur í yfirborðinu, annar veiðimannanna fékk 1,5 punda bleikju á Krókinn um miðjan daginn, hún var stútfull af mýflugulirfu eins og sést á myndinni (tekin með leyfi veiðimannsins).

Ég hékk á staðnum þar til klukkan var rúmlega 22 en eins og áður sagði gerðist ekkert, ég frétti bara af þessum eina fiski.

Spurningin er hvar er fiskurinn, krían á fullu, klak í gangi en varla nokkur fiskur að sýna sig, hvar er hann, getur einhver svarað því?

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.