pheasant tail

Elliðavatn 21. maí 2018

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Fór í Elliðavatnið á annan í Hvítasunnu.

Fyrst fór í Hólmsá, prófaði að veiða mig niður að hylnum við Gunnarshólma.  Ég sá tvo aðra veiðimenn þarna sem er nú ekki algeng sjón.
Prófaði bara púpur, píkokk og Pheasant Tail, ekki fékk ég högg þarna og veit ekki hvernig hinum gekk.

Þá fór ég niður að Elliðavatni og  prófaði að kasta SV við Elliðavatnsbæinn, ég taldi allavega  10 veiðimenn víðsvegar um vatnið, einn fisk sá ég, hann hefur verið 3+ pund, tekinn á spún eða beitu.
Krían var í æti úti á vatni og ein og ein var farin að veiða nálægt mér sem  gaf mér  aukna von en annars var vatnið kalt.
Það fór á sama veg og áður,ég fékk ekki högg.

Þetta hlýtur að fara að koma, þ.e.a.s.veðrið, veit ekki með veiðina.

 

 

 

 

Tveir dagar í Hlíðarvatni í Selvogi

By | Veiði, Veiðiferðir, Veiðistaðir | One Comment

Er nýkominn úr tveggja daga veiði í Hlíðarvatn. Var að veiða frá 18 á sunnudegi til 16 á þriðjudegi.

Veðrið var þvílíkt fallegt á sunnudeginum þegar ég kom að vatninu, þvílík dýrð, ég hreinlega hélt að þetta gæti ekki staðist, einhver kæmi og ræki mig heim, þetta væru tóm misstök hjá mér.
Eftir að ég hafði komið mér fyrir í bústaðnum fór ég strax þar sem rennur úr vatninu við brúna. Þessi staður hafði gefið mér best þegar ég var þarna síðast um miðjan maí. Ekki fékk ég högg þarna og ekkert líf var að sjá. Ég sá svo seinna þegar ég skoðaði veiðibókina að ekkert hafði veiðst þarna lengi, hugsanlega er þetta bara vorveiðistaður. Ég endaði svo fyrsta kvöldið í Botnavíkinni og varð heldur ekki var.

Daginn eftir var veðrið áfram frábært, ég prófaði alla þessa helstu staði, Hlíðarey, Kaldós, Kaldós sker, Djúpanef og svo Botnavík, ég prófaði núna að veiða hana með hægsökkvandi línu. Einhvern vegin líkar mér aldrei við línur sem sökkva, finnst þær annað hvort of þungar og erfitt að vita hvenær búið er að draga þær nægilega inn til þess að kasta aftur. Eflaust er þetta spurning um þjálfun. Niðurstaðan var sú sama og kvöldið áður, fékk ekki fisk og varð varla var, ekkert líf að sjá.

Vel hefur veiðst í Hlíðarvatni í ár, Ármenn eru búnir að fylla eina veiðibók, á síðustu síðu hennar sá ég að alls voru skráðar 641 bleikja, 8 urriðar og 1 áll. Það var svo búið að skrá nokkrar síður í nýrri bók, hver síða með 25 línum!

Ég var ansi þreyttur eftir daginn og fór snemma í háttinn, ég vaknaði svo við rok og rigningu seinni daginn. Mér leist ekki á veðrið og fékk mér kaffi í rólegheitum og hlustaði á rás eitt. Ég gerði meira að segja nokkrar æfingar með morgunleikfiminni, í fyrsta skipti á æfinni. Sýnir hvað ég var lítið spenntur að fara út að veiða. Æfingarnar voru reyndar nokkuð góðar fyrir bakið á mér sem var frekar aumt eftir gærdaginn.
Ég fór svo beint í Botnavíkina enda voru allar færslur þaðan í veiðibókinni síðustu daga. Ekkert var að hafa í byrjun en par sem var að veiða innst í Botnlanganum fékk tvo fiska, þá færði ég mig nær þeim án þess að vera frekur. Stuttu seinna fór ég að fá tökur, þetta voru mjög nettar tökur, ég var ekki með tökuvara en þar sem ég kastaði beint undan vindi lagðist línan beint út og ég var alltaf í sambandi við hana. Það fór svo að ég náði þarna 5 bleikjum og missti tvær á 3-4 tímum. Ég endaði daginn svo í Hlíðarey án þess að verða var.

Minkur var að fara eftir bakkanum í leit að æti, nokkrar sögur hafa heyrst af sjálfsbjargarviðleitni hans. Ég settist á bakkann og hann kom mjög nálægt mér, svona stangarlengd í burtu. Ég var ekki alveg rór á meðan ég sat þarna, vissi ekki hvort hann væri að reyna að laumast í veiðipokann. Ég hafði rekist á þennan mink þegar ég var að keyra eftir veginum, hann kom lallandi eftir veginum  í áttina að  bílnum, ekki vitund hræddur, auðsjáanlega orðinn vanur manninum.

Góður veiðitúr var að baki sem sýnir að það er ekki veðrið sem stjórnar veiðinni….eða hvað?