Elliðavatn 21. maí 2018

Fór í Elliðavatnið á annan í Hvítasunnu.

Fyrst fór í Hólmsá, prófaði að veiða mig niður að hylnum við Gunnarshólma.  Ég sá tvo aðra veiðimenn þarna sem er nú ekki algeng sjón.
Prófaði bara púpur, píkokk og Pheasant Tail, ekki fékk ég högg þarna og veit ekki hvernig hinum gekk.

Þá fór ég niður að Elliðavatni og  prófaði að kasta SV við Elliðavatnsbæinn, ég taldi allavega  10 veiðimenn víðsvegar um vatnið, einn fisk sá ég, hann hefur verið 3+ pund, tekinn á spún eða beitu.
Krían var í æti úti á vatni og ein og ein var farin að veiða nálægt mér sem  gaf mér  aukna von en annars var vatnið kalt.
Það fór á sama veg og áður,ég fékk ekki högg.

Þetta hlýtur að fara að koma, þ.e.a.s.veðrið, veit ekki með veiðina.

 

 

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.