Hér koma nokkrar jólagjafahandbækur sem ég fann á vefnum, bæti við eftir því sem ég dett um þær.
Því miður fann ég ekkert frá íslenskum aðilum…ennþá.
Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells.
Skv. fésbókarfærslu Langskeggs hættir veiðideildin í Útilíf í janúar 2015.
Spurning hvort það verði Útsala!
Víst við erum farin að tala um Langskegg þá eru þeir með þessa frétt á sama stað:
Þar sem veiðideildin í Útilíf hættir í janúar á næsta ári munu TFO stangirnar fást eingöngu hjá Langskeggi á Laugavegi 59 – 2. hæð. Stangirnar lækka líka um tæp 30% í kjölfarið og munu BVK stangirnar kosta 52.990.- Einnig lækka allar aðrar vörur eftir þessar breytingar.
Og víst við erum farin að tala um lækkað verð þá er Árvík með 30% afslátt af Scientific Anglers hjólunum sínum á arvik.is
Vefurinn segir að þetta hafi farið á 13,7 milljónir til þriggja ára
Jóhannes Sturlaugsson verður með sína árlegu Urriðagönguna á bökkum Öxarár 18. október næstkomandi.
Hin árlega Veiðimannamessa verður haldin í Strandakirkju sunnudaginn 12. október næstkomandi.
Prestur er séra Baldur Kristjánsson.
Messan hefst kl. 14:00.

Niðurstaðan úr laxveiðinni 2014 er komin á vefinn hjá Landssambandi veiðimanna.