Urriðaganga á Þingvöllum

Jóhannes Sturlaugsson verður með sína árlegu Urriðagönguna á bökkum Öxarár 18. október næstkomandi.

Hún hefst væntanlega kl 14:00 við bílastæðið þar sem áður stóð Valhöll.

Þetta er tólfta árið í röð sem hann er með þessa fræðslugöngu.

Hvet alla sem ekki hafa farið að sjá þetta sjónarspil, þessi rosalegu rándýr og heyra Jóhannes segja frá lífsferli þeirra og baráttu.

Ég fullyrði að þeir sem ekki eru veiðimenn hafi gaman af þessu og börn líka.

 

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.