Veiðideildin í Útlilíf hættir

Skv. fésbókarfærslu Langskeggs hættir veiðideildin í Útilíf í janúar 2015.

Spurning hvort það verði Útsala!

 

 

Víst við erum farin að tala um Langskegg þá eru þeir með þessa frétt á sama stað:

Þar sem veiðideildin í Útilíf hættir í janúar á næsta ári munu TFO stangirnar fást eingöngu hjá Langskeggi á Laugavegi 59 – 2. hæð. Stangirnar lækka líka um tæp 30% í kjölfarið og munu BVK stangirnar kosta 52.990.- Einnig lækka allar aðrar vörur eftir þessar breytingar.

 

 

Og víst við erum farin að tala um lækkað verð þá er Árvík með 30% afslátt af Scientific Anglers hjólunum sínum á arvik.is

 

 

One Comment

  • Silungsveiði says:

    Þetta er víst ekki alveg rétt hjá mér, á Vötn og veiði má lesa þetta:
    „Veiðideildin sem slík verður lögð niður í þeirri mynd sem hún hefur verið. Veiðibúðum hefur fjölgað og samkeppnin er mikil. Aðstæður breyst. Eigendur Útilífs hafa metið það svo að hafa þetta svona. En eftir sem áður verður umtalsvert úrval af veiðivörum í búðinni, stangarsett, pakkavara, smærri nauðsynjavörur eins og spúnar, önglar, flotholt, flugur, þess háttar. Þetta verður meira í sjálfsafgreiðsluformi. Sjálfur er ég ekki á förum úr versluninni,“ sagði Örn [Hjálmarsson].

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.