Jæja, fór í Meðalfellsvatn fyrir nokkrum dögum.
Skemmst frá því að segja að eitt smá kvikyndi fékkst og það á rauðan Nobbler í lokin, Flott veður og alles, eina sem vantaði var fiskurinn.
…
Fór í Úlfljótsvatn við annan mann og hund í fyrradag, það virðist vera liðið hjá að maður fái góðan afla þarna, 4 fiskar, tveir hirtir. Afbrigiði af Gullkróknum með orange kúluhaus var að gefa þetta.