Tveir fyrir einn, pennaleti og aflaleysi

Jæja, fór í Meðalfellsvatn fyrir nokkrum dögum.

Skemmst frá því að segja að eitt smá kvikyndi fékkst og það á rauðan Nobbler í lokin, Flott veður og alles, eina sem vantaði var fiskurinn.

 

Fór í Úlfljótsvatn við annan mann og hund í fyrradag, það virðist vera liðið hjá að maður fái  góðan afla þarna, 4 fiskar, tveir hirtir. Afbrigiði af Gullkróknum með orange kúluhaus var að gefa þetta.

Fór með nýjan ketil og ætlaði að hita kaffi, mundi eftir öllu sem þurfti nema kaffiduftinu 🙁

20140716_194813-2

Það sem eftir situr í höfðinu á mér er að mér finnst mig vanta einhverja flugu í vopnabúrið, hnýtti nokkrar svartar litlar pöddur i ætt við Burton en ekki gaf það heldur. Kannski er það bara tæknin hjá mér, ekki nógu langur taumur (var með tæplega tvöfalda stangarlengd), kannski inndrátturinn, kannski var fiskurin fullur af æti, viðurkenni að ég hefði átt að vera hreyfanlegri, kannski á ég að fara meira yfir í þurrfluguna, þeir sem ég fékk voru sumir ofarlega í vatninu.

Fór reyndar á tvo staði í vatninu, annar gaf þessa 4, hinn gaf ekki neitt en hann var að skvetta svo fiskurinn var þarna, bara…..

Ekki vantaði mýflugurnar, hef ekki séð svona mikið af mýi þarna eins og hefur verið í ár, meira að segja éta mann þó það haugrigni, fékk útbrot af ofnæmi á öllu enninu, kenni reyndar um flugnaneti sem ég hef átt í töskunni í mörg ár og aldrei notað áður, það fer í ruslið.

Queen á leiðinni heim.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.