SVFR heldur Bíldsfelli

Þessi tilkynning var að birtast á vefi SVFR.

Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Skrifað var undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn á bökkum Sogsins. Samningurinn er fagnaðarefni fyrir félagið enda er Bíldsfellssvæðið afar vinsælt hjá félagsmönnum.

Veiðin á Bíldsfellssvæðinu undanfarin ár hefur verið nokkuð góð. Sumarið 2013 veiddust 314 laxar á svæðinu og í sumar veiddust 109 laxar, sem telst vel viðunandi miðað við veiði í öðrum ám á landinu. Undanfarin 10 ár hefur veiðin farið mest í 480 laxa sumarið 2010 en sumarið 2011 var sömuleiðis feykigott, en þá veiddust 405 laxar í Bíldsfelli. Á svæðinu veiðist einnig mikið magn af silungi, bæði í vorveiðinni sem og á laxveiðitímanum. Meðalveiði undanfarin 10 ár er 238 laxar, og hlutfall stórlax rétt um 25%, sem telst býsna gott. Á svæðinu eru þrjár dagstangir og mjög gott veiðihús.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.