Vífilstaða- og Urriðakotsvatn í blíðunni

Það er nú orðið langt síðan ég bloggaði síðast enda hef ég ekki verið duglegur  við að hnýta í vetur, þó hefur eitthvað smávegis komið undan þvingunni, meira um það síðar.

Það er þó ekki ástæða þessara skrifa heldur það að það helltist yfir mig vorhugur og ég renndi út að Vífilstaða- og Urriðakotsvatni til þess að taka stöðuna. Myndavélin var með í för og læt ég nokkrar myndir  fylgja með.

Það er auðsjáanlegt að vorið nálgast og vötnin opna innan skamms, þó þau séu köld hefði ég alveg verið til í að taka nokkur köst þó veiðivonin væri engin. Bara til að ná úr mér fiðringnum. En þetta styttist nú allt óðum, Þorrinn fer að klárast, skattskýrslan svo í framhjaldinu og þá er nú bara komin fyrsti apríl.

Jæja, hér eru myndirnar, síðasta myndin er frá Urriðakotsvatni.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.