Úlfljótsvatn gefur aftur vel

Fór í Úlfljótsvatn 19. júni, veiddi frá 19-23:30

Skýjað, rigning með köflum, vindur fyrst austan stæður svo úr vestri.

Fékk strax fisk og svo annan, fékk fisk á með korters fresti á tímabili.

Gerðist kokhraustur og sagði við sjálfan mig að ég færi ekki í kaffi fyrr en eftir 10 fiska, það gekk eftir.

Eftir kaffi upp úr 22 fékk ég tvo fiska, síðan ekki meir.

Stærsti 2,5 pund, 12 fiskar hirtir, samtals 6,5 kíló. Afbrigiði af Króknum og Pheasant tail.

Gott kvöld við Úlfljótsvatn.

Purple á leiðinni upp eftir, Clapton á leiðinni heim.

Image

 

 

Image

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.