Þingvallavatn

Urriðadansinn 2015

By | Fréttir | No Comments

URRIÐADANS Í ÖXARÁ

Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.

Kynningin hefst klukkan  kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár.
Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.

Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

http://thingvellir.is/2243

 

Ég mæli eindregið með þessu, fyrir allan aldur.

Burton

By | Fast, Hnýttar flugur | No Comments

Jæja, ekki er nú andagiftin búin að vera mikil undandarið.
Alger lágdeyða.

Náði samt að bæta við einni fyrir sumarið, Burton, sú þrælveiðna fluga.Ég veit að hún gefur gefið víða: Elliðavatn, Þingvallavatn, Úlflótsvatn, Laugavatn, Vífilstaðavatn o.fl.