Nýja Joakim’s stöngin prófuð í Elliðavatni 10. maí

Verslaði mér nýja veiðistöng fyrir nokkrum dögum, þetta er IM12 9″ sexa í fjórum hlutum.
Ég fór svo í gær og prófaði hana. Í stuttu máli þá heppnaðist Jómfrúarferð stangarinnar afar vel.
Það er hrein unun að kasta þessari stöng og nýja Joakim’s línan er að fara vel með henni.
Áreynslulaust kast, var varla að nota “haul” til að hjálpa mér.
Ég er rosalega ánægður með hana!

Svo fylgir henni veiðilukka, tveir urriðar gáfu sig úti á Engjunum á Elliðavatni, merkilegt nokk, ekki á Nobblera eins og oftast heldur Pheasant Tail og Ólafsfirðing.
Þó stöngin hafi verið ætluð til straumfluguveiða var hún heldur ekki í vandræðum með að leggja niður púpurnar.

Heyrði það frá veiðimönnum sem ég hitti þarna á bakkanum að Geir Thorsteinsson segi að það séu bara brúnir Nobblerar sem gefi þarna núna, verð að hnýta svoleiðis.

Þarf að fara að endurskoða veiðitímann minn, var þarna frá 12-18, besta veiðin er kvölds og morgna eins og þekkt er, ég er ekki morgunhani svo kvöldin henta mér betur, það passaði að þegar ég fór (til að horfa á Eurovision) var hann að byrja að vaka við Hafsteininn!

 

Image

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.