Category Archives: Nýjast1

Euro nymphing

By | Aðferðir, Nýjast1 | No Comments

Á ferðum mínum um alnetið datt ég niður á bandarískan vef þar sem talað var um Euro Nymphing. Þetta er kannski í sjálfu sér ekkert nýtt, er sama aðferðafræðin og sú tékkneska, veit þó ekki hvort útbúnaðurinn sé nákvæmlega sá sami. Mér fannst þetta áhugavert því ég hef aðeins verið að lesa mig til um Tenkara aðferðina en fannst hún takmörkuð að því leyti að línan/taumurinn er af fastri lengd og erfitt að taka fiska stærri en kannski tvö pund.

Í stuttu máli þá nota þeir langa létta flugustöng, gjarnan af þyngd 3-4 sem er 10 til 11 feta löng.
Eru svo með “Euro fly line” sem er þriðjungi grennri en venjuleg flugulína, þannig er hún líka léttari sem gerir það að línan sígur síður niður ef kastað er “langt” frá sér.
Framan á þessa línu er svo settur langur taumur sem er 18 til 22 feta langur, sjá uppskrift hér fyrir neðan.

Aðferðin gengur út á það að vera með þungar flugur og gjarnan 2-3, hnýttar sem viðhengi nema sú fremsta til þess að veiða samtímis á mismunandi dýpi. Það er aðeins talað um veiðar í ám með þessari aðferð. Veiðimaðurinn kastar út og heldur stönginni hátt, svokallaður “sighter” er litríkt girni á taumnum, því er haldið fyrir ofan vatnsyfirborðið og virkar sem tökuvari. Hann fylgir svo eftir línunni þegar hún rennur niður með ánni.
Það þarf að nota aðra kasttækni fyrir þennan búnað heldur en fyrir venjulegt flugukast, kasta línunni í boga undir stönginni, ekki yfir.

Hér er besti byrjendataumurinn að þeirra sögn:
42″ af .017 (20# maxima chameleon)
42″ af .015 (20# maxima chameleon)
42″ af .013 (12# amnesia)
42″ af .013-.014 Sighter
2mm tippet ring
4′-6′ af 4x-6x fluoracarbon tippet
2′-3′ af 4x-6x fluoracarbon tippet
Þetta gerir: 14 fet + 6-9 fet í heild

Nokkrir hlekkir
Búa til þennan taum: https://www.youtube.com/watch?v=zHnrURldXwI

Græjur og euro nymph veiðar: https://store.flyfishfood.com/fly-fishing-euro-nymphing-s/4612.htm

Baugstaðaós 12. október 2019

By | Nýjast1, Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Við feðgarnir fórum okkar aðra ferð í Baugstaðaós núna í október.

Við fórum sem sagt líka í september í fyrra þó ég hafi ekki skrifað um þá ferð. Við vorum reyndar svo óheppnir þá að veðrið var það allra versta það sumarið, sunnan beljandi stormur 15 m/s ef ég man rétt.
Þar fyrir utan var kortið lélegt og við misskildum hvar ósinn var og fórum ekki í hann. Þó komu tveir fiskar á land.

Eftir að hafa talað við menn sem höfðu farið þarna nokkuð oft vissum við hvar mistökin lágu og hvar ósinn var og líka hver væri stysta leiðin að ósnum.
Ég hafði póstað á facebook og fengið nokkur svör um veiði á þessum tíma. Helstu svörin voru þau að það væri best að veiða í ánni sjálfri í kringum Baugsstaðarjómabúið gamla.
Við byjuðum að veiða um morguninn fyrir neðan veiðihúsið en þar sem það var ekki að gefa neitt færðum við okkur að rjómabúinu, þar var heldur ekki neitt að gerast.

Við vildum prófa ósinn, svona til að hafa prófað hann og vita hvernig landið lægi því við höfðum líka heyrt að sumir veiðimenn lægju allan daginn niðri í ós.
Lagt var hjá bænum Baugsstöðum og gengið þar niður í ós. Við vorum nokkuð snemma, um 3 tímum á undan flóði, auðvelt var að vaða álana sem voru rétt upp í kálfa. Þegar niður í ós var komið sáum við það sem kallað er fossinn og vissum því hvar sjálfur ósinn var. Við köstuðum í ósinn fyrir neðan foss á meðan við biðum eftir flóðinu. Gaman er að fylgjast með náttúrunni og sjá breytinguna á sjávarhæðinni þegar flæðir að. það var háflóð um 17:30. Eftir því sem hækkaði fluttum við okkur ofar í ánna og veiddum meðfram hraunkantinum sem þarna er en ekki kom neinn fiskur kominn á færið.

Nokkru seinna ákváðum við að fara til baka því það dimmdi um sjöleytið. Þá uppgötvuðum við að “það hafði flætt að”, já við uppgötvuðum að litlu álarnir virtust vera stórar ár núna. Það var ekkert annað að gera en að prófa að vaða yfir þá og við komumst auðvitað yfir þó talsvert væri hærra í þeim, munur á flóði og fjöru er 2,3,4 metrar, mismunandi eftir tunglstöðu. Þetta sýnir manni að maður þarf að þekkja inn á staðina en það kemur jú smá saman.
Þegar við vorum að taka saman áttum við gott og lærdómsríkt spjall við bónda sem kom til að forvitnast um hvaða vitleysingar hefðu keypt leyfi svona seint, það voru þó ekki hans orð.
Lærdómsrík ferð, næst verðum við að fara fyrr, verst er að allir góðu bitarnir eru farnir þegar leyfin fara á vefinn og verðið er ekkert lægra seinni partinn þó mun verri líkur séu á veiði á þeim tíma.

En góð ferð eins og allar veiðiferðir eru.

Hlíðarvatn 22-23 júní 2018

By | Nýjast1, Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Hlíðarvatn aftur!
Já, alltaf gaman i Hlíðarvatni.

Maður stjórnar ekki náttúruöflunum, reyndar var frábært veður til veiða fyrri daginn, stillt, hlýtt og úrkomulaust, fallegt veður.
En það rigndi svo allan næsta dag og við vorum orðnir svolítið blautir og kaldir í lokin. Samt gaman.

Ekki var veiðin nú merkileg, einhverjir tittir fyrir framan Hlíð,  hús SVH  komudaginn á meðan grillið var að hitna. Ekki  svo  högg  fyrr en undir lokin í Hlíðarey, þar sem rúmlega punds bleikja tók píkokk. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti  sem Hlíðarey bjargar veiðinni.

Það voru ekki margir  að veiða enda HM leikurinn fyrr  um daginn, daginn eftir sáum við svo bara einn  veiðimann, hvort sem það hefur verið rigningunni eða HM að kenna.