Category Archives: Nýjast2

Hátíðardagur við Hlíðarvatn í Selvogi

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Félögin við Hlíðarvatn voru með opinn dag við vatnið þar sem allir gátu veitt frítt.

Ég skellti mér í góðu veiðiveðri, margt var um manninn, veiðimenn voru á öllum helstu veiðistöðunum í kringum allt vatnið. Ekki fara margar sögur af minni veiði, fékk tvo og sleppti öðrum.
Ég sá veiðimann vera með c.a. fjögurra punda bleikju og sýndist mér hann hafa bætt við annari stórri áður en hann fór.

Ég taldi gróflega veiðibók Hafnfirðinga, þar voru bókaðir um 45 fiskar í dag. Ekki slæmur afli það.

Ég tók nokkrar myndir læt þær fylgja með.

Hlíðarvatnsdagurinn 10. júní

By | Fréttir, Nýjast2, Veiðistaðir | No Comments

Hin árlegi Hlíðarvatnsdagur í Selvoginum verður sunnudaginn 10. júní. Þennan dag bjóða veiðifélögin við vatnið öllum sem vilja að veiða í vatninu á endurgjalds.

Félögin eru: Ármenn, Stangaveiðifélagið Stakkavík, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Árblik.

Gestum í Selvoginum verður heimil veiði frá morgni til um kl.17 þennan dag.

Veiðimenn eru hvattir til að koma við hjá einhverju félaganna, leita sér upplýsinga um fengsælustu staðina, flugurnar og skrá afla sinn í veiðibækur í lok dags.

Þrátt fyrir það sem kallað hefur verið óhagstæð tíð frá opnun í sumar, þá hafa aflabrögð verið með ágætum það sem af er og hátt í 700 fiskar færðir til bókar hjá félögunum við Hlíðarvatn.

Elliðavatn 21. maí 2018

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Fór í Elliðavatnið á annan í Hvítasunnu.

Fyrst fór í Hólmsá, prófaði að veiða mig niður að hylnum við Gunnarshólma.  Ég sá tvo aðra veiðimenn þarna sem er nú ekki algeng sjón.
Prófaði bara púpur, píkokk og Pheasant Tail, ekki fékk ég högg þarna og veit ekki hvernig hinum gekk.

Þá fór ég niður að Elliðavatni og  prófaði að kasta SV við Elliðavatnsbæinn, ég taldi allavega  10 veiðimenn víðsvegar um vatnið, einn fisk sá ég, hann hefur verið 3+ pund, tekinn á spún eða beitu.
Krían var í æti úti á vatni og ein og ein var farin að veiða nálægt mér sem  gaf mér  aukna von en annars var vatnið kalt.
Það fór á sama veg og áður,ég fékk ekki högg.

Þetta hlýtur að fara að koma, þ.e.a.s.veðrið, veit ekki með veiðina.

 

 

 

 

Skemmtilegur dagur í Elliðavatni

By | Nýjast2, Veiðiferðir | No Comments

Jæja, Elliðavatnið tók heldur betur skemmtilega á móti mér á opnunardaginn í gær

Ég byrjaði á því að fara út á Engin, þar var þá fyrir maður sem var búinn að spúna megin hluta af grjótinu sýndist mér. Þegar ég hitti á hann sagðist hann ekki hafa orðið var svo ekki leit þetta vel út.
Ég byrjaði að kasta í ós Bugðu án árangurs, óð svo út í grjótið á Engjunum, ég fékk ekki svo mikið sem högg og ekki var mikið líf að sjá. Ég var með Nobbler í nokkrum litum og einn nýjan í gylltum lit en ekkert gerðist.
Á endanum fannst mér þetta vera  vonlítið og sneri við. Í þrjósku og af gömlum vana henti ég aftur í Bugðu ós og var svona að ganga og draga inn þegar ég finn fyrir fyrirstöðu.
Viti menn á endanum var stór urriði sem heldur betur lét finna fyrir sér, hann tók hraustlega í línuna og stökk aftur og aftur, þetta var virkilega skemmtileg viðureign.
Að lokum náði í honum í pokann, þvílíkur fiskur, hraustlegur útlists sem mældist 4 pund eftir blóðgun þegar komið var í land, hann virkar samt stærri.

Þetta er líklega stærsti fiskur sem ég hefi fengið í vatninu, allavega hef ég ekki fengið stærri. Það sem gerði þetta svo enn skemmtilegra var að þetta var endurbætt útgáfa af flugunni Rósamunda sem ég hef sýnt hér áður á síðunni.
Sú fluga er straumfluga með grænum, rauðum og svörtum hárum, ég skipti út efstu hárunum sem eru svört og sett píkokk fjaðrir í staðinn og hafði þær langar, lengri en hinra.
Þetta virðist vera í tísku í laxaflugum þessa dagana, ég bætti svo aðeins við gylltu skrautþræðina. Þessa flugu kalla ég Rósamundu í sparifötunum.
Hún var reyndar með appelsínugulri keilu í þeirri útgáfu sem ég veiddi á núna.

Það var sem sagt tvöföld ánægja í þessari veiðiferð.

Ég prófaði einnig að veiða sunnan við Elliðavatnsbæinn með púpum en varð ekki var.

Ekki voru margir veiðimenn miðað við að þetta væri opnunardagur en samt slæðingur.

 

Og hérna var fiskurinn blessaður