All posts by Silungsveiði
Hugsanlega getur verið betra að stækka myndina með ctrl + (svo minnkað aftur með ctrl -)
Fjöldi fiska á y-ás
Það eru allt að 6 súlur í mismunandi litum fyrir hvern veiðistað, mismunandi litur fyrir hvern mánuð.
Athugið að mánuðir eru táknaðir með númerum: 4-9 fyrir apríl til september.
Hugsanlega getur verið betra að stækka myndina með ctrl + (svo minnkað aftur með ctrl -)
Hugsanlega getur verið betra að stækka myndina með ctrl + (svo minnkað aftur með ctrl -)
Ármenn eru að byrja tímabilið og verða með kynningu á félaginu og vetrardagskránni.
URRIÐADANS Í ÖXARÁ
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.
Kynningin hefst klukkan kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár.
Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.
http://thingvellir.is/2243
Ég mæli eindregið með þessu, fyrir allan aldur.
Fór í Hlíðarvatn í Selvogi síðasta sunnudag, það var frítt í vatnið þennan dag.
Veðrið mjög gott miðað við árstíma og verðurspá, minni vindur en spáin gaf til kynna.
Það var slatti af fólki við veiðar, fleiri en síðasta ár var mér sagt í Hlíð, bústað Hafnfirðinga, veiðin var líka alveg þokkaleg, menn voru að reita upp fisk og fisk.
Á mölinni var nokkur fjöldi fólks, um 15 manns eða svo.
Ég tók með mér mann sem ekki hafði veitt á stöng í allavega 15 ár og aldrei fengið fisk á flugu, hann var með kaststöng og reyndi fyrst spúninn án árangurs.
Hann var með nokkrar flugur með sér sem reyndust allt vera laxaflugur, þær geta auðvitað gefið bleikju en ég gaf honum nokkrar flugur frá mér, Píkokk, Krókinn og Pheasant Tail.
Hann græjaði þetta á flotholt og hafði 3ja metra langan taum, Það var svo í Hjalltanganum sem hann fékk pundara á Krókinn 🙂
“Reddaði deginum” sagði hann og brosti, “borð’ana í kvöld”.
Þetta fannst mér nú eiginlega skemmtilegast við ferðina!
Hann fór nokkuð fyrr en ég og ég fór yfir í Botnavík, þar voru 15-20 manns að veiða, ég kom mér fyrir á austur bakkanum, inni í lítilli vík, því tangarnir voru allir uppteknir.
Ég fékk strax nart í fyrsta kasti og allan tíman sem ég veiddi þarna fann ég að það var stöðugt verið að rjátla við fluguna, það fór svo að ég fékk 6 fiska þarna, því miður gat ég bara hirt 2 vegna stærðar. Þetta var samt virkilega gaman, fiskur er jú fiskur, ég hafði fengið einn undirmálsfisk í Hjalltanga og annan eins í Kaldósnum, ég fékk því 8 fiska í ferðinni.
Skemmtilegri ferð í Hlíðarvatni lokið, gott veður og skemmtilegt fólk.
Búinn að fara tvisvar að veiða án þess að skrifa um það enda kannski ekki mikið að segja frá þegar ekkert veiðist og ekki skemmtilegt að blogga svoleiðis ferðir.
Fór sem sagt í Elliðavatn um daginn, þ.e.a.s. ætlaði að fara í Elliðavatn. Áður en ég lagði af stað fór ég yfir hvað ég þyrfti að taka með mér og týndi það allt samviskusamlega til og lét í bílinn. Ég mundi svo að reimarnar voru orðnar lélegar í vöðluskónum og renndi því við í Sportbúðinni á leiðinni og keypti mér reimar. Allt að ganga upp. Ég keyri svo upp að Elliðavatni, á í vandræðum með að finna bílastæði svo ég legg vestan megin við brúna, það var einhver hjólakeppni í gangi og öll stæði full. Ég tek mig svo til í rólegheitum, ullarsokkarnir, vöðlurnar, vestið, háfurinn og netið en hvar eru vöðluskórnir?
Nú hefði komið sér vel að frumburðurinn væri búinn að semja “Undirbúningssöng veiðimannsins” sem ég hef reyndar nokkrum sinnum minnt hann á en þetta kemur allt að lokum, er það ekki Sindri?
Ég hafði sem sagt gleymt skónum, jæja, breyti planinu og ákeð að renna stutta stund í ánna og segja þetta svo gott. Það var svo eins og lang oftast í ánni, sá þá skjótast nokkra en fékk ekki fisk, kannski 1-2 nört en það var allt og sumt.
Fyrir 2 vikum eða svo fór ég svo í Úlfljótsvatn, ég var fullur tilhlökkunar, var með frumburði og tengdasyni og bjóst við slatta af fiski því vatnið á að vera komið í gang.
Við byrjuðum sunnarlega í vatninu á stað sem gaf okkur vel í fyrra, þar voru fyrir þrír veiðimenn með 6-7 fiska sem þeir voru búnir að reita upp á 3 tímum. Leit vel út. Það fór þó svo við urðum ekki við varir, veiðimennirnir sem voru þarna fyrir fengu 1 fisk á þeim tíma sem við vorum þarna. Við ákáðum því að fara í Borgarvíkina, þar ætti að vera öruggt að fá fisk á þessum tíma, sonurinn fékk tvo titti sem fengu líf en við hinir ekki neitt.
Þarna voru fyrir tveir aðrir veiðimenn, annar þeirra veiddi reglulega fisk og ég sá hinn taka einn. Hvað er að gerast, er veiðigyðjan að yfirgefa mann, það verður bara að koma í ljós.
Maður hefur verið veikur undanfarið, það ásamt öðrum brýnum erindum hefur haldið mig frá veiðum, vonandi fer það nú allt saman að klárast.
Vonandi get ég skroppið bráðlega í Elliðavatn.
Annars var ég að glugga í bókina um Vatnsdalsána í dag, það rifjuðust upp góðir tímar á silungasvæðinu, mikið rosalega langar mig nú að fara þangað aftur.
Fór í Úlfljótsvatn í gær, skv. fréttum átti það að hafa lifnað við síðustu dagana.
Hvernig er þetta með veðurspána, getur hún aldrei staðist!
Fór í Elliðavatn í dag af því veðurspáin hafði sagt að í dag yrði skásti dagurinn, 11 stiga hiti og vindur 4-5 m/s. Það klikkað heldur betur. Ég var svo sem ekki með hitamæli á mér að það blés ansi hressilega á köflum og það var frekar kalt þegar sólin hvarf. Geta veðurfræðingar ekki áttað sig á því að það er kominn tími á sumarveðrið!
Jæja, óð út í við Bugðuós, krían var þarna út um allt í æti en ekki fékk ég neinn fisk þó ég kastað á sömu staði og hún var að athafna sig á. Ég beygði svo snarlega til hægri í áttina að stíflunni, veiddi mig inn eftir og beygði svo til vinsti út í vatnið til móts við Krínunes. Þarna var ég svo að plokka upp einn og einn fisk, plokkfiskur eins og sumir segja, á þessu svæði fékk ég þrjá fiska og missti tvo. Vatnið þarna var nokkuð heitt. Ég tók svo einn nær mínum venjulegu miðum á engjunum. Einhverra hluta vegna fékk ég engan fisk á mínum venjulegu veiðistöðum þarna á engjunum, reyndar er svo hátt í vatninu að sefið sést ekki og þar mín venjulegu viðmið og ég fór því ekki á alla staðina þess vegna. Eða kannski datt þetta bara niður um þrjúleitið, akkúrat þegar ég var kominn þarna. Rauður og grænn útfjólublár nobbler gaf þessa fiska.
Ég prófaði aðeins við Elliðvatnsbæinn en varð ekki var, ég reyndi líka á ströndinni vestan við bæinn en varð heldur ekkert var þar.
Að lokum tók ég nokkur köst rétt fyrir kl. 19 við brúnna, ekki varð ég heldur var þar en þá voru komnir þarna fimm aðrir veiðimenn, þegar ég var svo að taka saman fékk einn þeirra að því er virtist stóran fisk, heyrði hann svara því til að flugan væri eitthvað hvítt og rautt.