Uppáhalds verkfæri – girnisætan

Aldrei að skilja girni eftir á veiðistað.

Það er að mínu mati einn versti glæpur sem veiðimaður getur gerst sekur um.
Það er þekkt að fuglar hafa flækst í þessu og drepist, stærri dýr geta eflaust gert það líka.
Reyndar finnast mér einkunnarorð Ármanna vera frábær og reyni ég að tileinka mér þau, þó ég sé ekki Ármaður.Hér er hluti þeirra:

Hann ræðir af háttvísi um veiðibráð,
fer með gát að öllu lífi,nýtur veru sinnar
við veiðivatn og skilur ekki eftir
annað en sporin sín.
Svo enda þau á: virðir vel bónda og lokar hliðinu á eftir sér.
Alltaf gaman þegar menn hafa húmorinn í lagi 🙂

Nú, einhvern vegin verður að geyma girnið sem maður er hættur að nota eða klippir af, þá kemur til eitt af mínum uppáhalds verkfærum, Monomaster.
Apparatið hengir maður í vestið og það étur afgangs girnið frá manni eins og því sé borgað fyrir það. Bara að muna að tæma það reglulega.

Og hér er myndband um gripinn.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.