Ég náði loksins að finna Nayat á þokkalegu verði, þ.e.a.s. ég varð ekki að kaupa of stóra búta, heldur gat ég keypt sýnishornapakka frá Foxy Tails í Bretlandi.
Ég hef ekki prófað efnið ennþá en það er mjúkt viðkomu, minnir á ref og gæru, hárin eru ansi löng sem er gott. Íslenski refurinn er með allt of stutt hár fyrir þokkalegar straumflugur, allavega þessi sem ég hef komist yfir.

Sýni bara myndir af efninu núna. Það líður svo ekki á löngu þar til ég hef hnýtt nokkrar straumflugur úr þessu. Ég hlakka til.

 

20150309_171647

 

20150309_213314

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.