elliðavatn

Tveir dagar í opnun Elliðavatns

By | Veiðistaðir | No Comments

Nú eru bara tveir dagar þar til Elliðavatn opnar.
Fór í vettvangsferð og skoðaði aðstæður, virðist allt vera klárt fyrir veiðina.
Ísinn farinn af vatninu en mikið vatn í ánni.
Tók nokkrar myndir sjá hér fyrir neðan.

Burton

By | Fast, Hnýttar flugur | No Comments

Jæja, ekki er nú andagiftin búin að vera mikil undandarið.
Alger lágdeyða.

Náði samt að bæta við einni fyrir sumarið, Burton, sú þrælveiðna fluga.Ég veit að hún gefur gefið víða: Elliðavatn, Þingvallavatn, Úlflótsvatn, Laugavatn, Vífilstaðavatn o.fl.

 

 

Hólmsá

By | Veiðiferðir | No Comments

Skellti mér við einn hund í Hólmsána í gær, gekk á með vindhviðum en annars fallegt veður.

Byrjaði í beygjunni fyrir neðan síðustu brúna á hringveginum yfir ána. Skemmst frá að segja setti ég í tveggja punda urriða í öðru kasti á rauðan Frances, ég missti hann eftir skamma viðureign, hann tók nokkur stökk og hvarf.

Read More

Elliðavatn í blíðunni

By | Veiðiferðir | No Comments

Skellti mér í Elliðavatn í gær.

Rigning framan af og smá gola en hætti að rigna seinni partinn og sólin lét jafnvel sjá sig við og við.
Ég fór að veiða um 12 leitið, sá einn veiðimann veiðandi álinn sunnan megin frá. Þeim átti eftir að fjölga töluvert þegar leið á daginn. Ekki sá ég neinn vera með fisk en það þarf ekki að segja neitt.
Ég ákvað að fara út á Engin, strax þegar ég kom að Bugðuós var urriði að stökkva, hann stökk tvisvar svo ég sæi til. Ræfillinn tók í fyrsta kasti frá mér, allavega tveggja pundari, sá stærsti sem ég fékk í þessari ferð. Hrygna stútfull af hrognum.
Oft hefur mér dottið í hug að það sé slæm hugmynd að henda hrognunum, danirnir éta þetta og finnst gott skilst mér. Prófaði eitt sinn að léttsalta þetta eftir einhverri uppskrift sem ég fékk. Ekki fannst mér það nú neitt sérstakt.
Fer út á engin, á enn einu sinni í erfiðleikum með að finna grjóthrúgurnar, þessar stóru, það skiptir mestu máli fara rétta leið í byrjun finnst mér, ekki fara út af slóðinni sem ég þekki en það var akkúrat það sem ég gerði. Ekki fékk ég neinn fisk í nágrenni hrúganna.
Næsta fisk fékk ég nálægt sefinu úti í vatninu, einn fékk ég alveg upp við sefið, hann stökk og tók nobblerinn af græðgi þegar ég kastaði á hann. Annar, stærri stökk upp við sefið, ég kastaði á hann, hann tók en lak mjög fljótt af.
Það voru urriðar stökkvandi úti um allt vatn, ég kastaði á fullt af stöðum sem þeir höfðu stökkið á en fékk ekki, fyrir utan þessa þrjá.
Alla fiskana fékk ég líklega fyrir klukkan fjögur, eitt, tvö högg kannski eftir það.

Það var orðið svo langt síðan ég hafði farið að veiða að ég kunni mér ekki hóf, veiddi frá 12 til 19, 80% af tímanum kastandi straumflugu á fullu, það er uppskrift að bakverk á mínum bæ, enda fór það svo að ég átti í erfiðleikum með að fara úr vöðlunum fyrir bakverk, kvartandi og kveinandi eins og eymingi, man næst hvernig mér leið og reyni að stytta dvölina úti á Engjunum. Gallinn við þau er að maður getur ekki sest niður og hvílt sig, þegar ofan á það bætist að vera sífellt að kasta straumflugunni og svo jafnvel að ganga og draga inn um leið, skakkur…það klárar bakið sérstaklega hratt!

Þegar leið á daginn bættust við fleiri veiðimenn, einn var komin á Engin með spún. Eins og ég sagði áðan sá ég engan þeirra vera með fisk.

Get ekki endað þetta án þess að segja frá því þegar ég óð inn álinn frá Engjunum, setti undir Pheasant Tail og kastaði í áttina að sefinu, þá sá ég nokkuð sem ég hef ekki séð þarna fyrr, urriða alveg upp við sefið, uggi og efri hluti sporðsins upp úr. Ég kastaði rólega að honum en ekki vildi hann taka, það voru a.m.k. tveir urriðar í sömu erindagjörðum þarna. Þessi sýn verður mér lengi í huga.

Hér koma nokkrar myndir teknar í byrjun veiðiferðar, gefa vonandi hugmynd um fegurðina þarna á þessum tíma

Tvær ferðir í Elliðavatn

By | Veiðiferðir | No Comments

Fór í Elliðavatn í síðustu viku og núllaði. Ekki gaman að blogga um svoleiðis svo ég kom mér ekki að því.

Jæja fór í Elliðavatn í dag. Prófaði nýjan stað Kópavogsmegin sem maður hafði bent mér á sem ég var að spjalla við, akkúrat í síðustu ferð sem gaf ekki neitt. Setti strax í undirmálsfisk í öðru kasti og svo kom högg frá öðrum svipuðum stuttu seinna. Svo var það búið.

Read More

Hlýnun jarðar?

By | Veiðiferðir | No Comments

Er ekki veðrið alltaf að verða betra og betra?

Nema auðvitað rigningin siðasta sumar!

Ég fór að veiða í Elliðavatni 1. maí 2009, kannski ekki í frásögur færandi og ekki man ég hvað ég fékk af fiski.

En veðrið var aðeins verra en núna, gekk á með hagléljum, mér finnst þetta alltaf skemmtileg mynd þó hún sé aðeins skökk.

Image

Elliðavatn í opnun sumardaginn fyrsta