Steinbrúin yfir á engin í Elliðavatni

Það er gaman að fræðast um þá staði sem maður veiðir á. Elliðavatn hefur verið mér lengi hugleikið enda stutt að fara frá höfðuðborgarsvæðinu. Einn af mörgum stöðum  sem mér finnst skemmtilegir í vatninu er “stígurinn” sem er framan við Elliðavatnsbæinn sem liggur S laga út  í vatnið til vesturs, veiðimenn nota hann í dag  til  þess að komast lengra út í vatnið. Þetta  er stígur sem notaður var til þess að fara á þurrum fótum frá bænum yfir á engin. Myndin sem fylgir hér er tekin á sarpur.is,  Menningarsögulegt gagnasafn. Ég hef oft leitað á vefnum  að myndum af  engjunum eða þessum stíg yfir á engin og nú hef ég sem sagt fundið mynd af stígnum.
Þetta voru flatir steinar sem lagðir voru niður og mynduðu stíg út á engin, það voru fimm meterslöng bil á stígnum sem brúuð voru með timbur brúm á sumrin,  þetta hefur eflaust verið gert svona til að koma í veg  fyrir að stígurinn sópaðist burt með ís á vetrum.
Þegar vatnið var stíflað 1924 eða þar um bil (hef séð margar dagsetningar varðandi gerð stíflunnar) hækkaði vatnið um einn meter, á þessari mynd  er því vatnsstaðan lægri en hún er í dag, einnig sést að byggt  hefur verið við bæinn, hann er ekki eins og hann er í dag.

http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=631300

 

Loftmynd tekin af  map.is

gongustigur-yfir-a-engin

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.