Hlíðarvatn í Selvogi

Fór í Hlíðarvatn í Selvogi síðasta sunnudag,  það var frítt í vatnið þennan dag.

Veðrið mjög gott miðað við árstíma og verðurspá, minni vindur en spáin gaf til kynna.
Það var slatti af fólki við veiðar, fleiri en síðasta ár var mér sagt í Hlíð, bústað Hafnfirðinga, veiðin var líka alveg þokkaleg, menn voru að reita upp fisk og fisk.
Á mölinni var nokkur fjöldi fólks, um 15 manns eða svo.

Ég tók með mér mann sem ekki hafði veitt á stöng í allavega 15 ár og aldrei fengið fisk á flugu, hann var með kaststöng og reyndi fyrst spúninn án árangurs.
Hann var með nokkrar flugur með sér sem reyndust allt vera laxaflugur, þær geta auðvitað gefið bleikju en ég gaf honum nokkrar flugur frá mér, Píkokk, Krókinn og Pheasant Tail.
Hann græjaði þetta á flotholt og hafði 3ja metra langan taum, Það var svo í Hjalltanganum sem hann fékk pundara á Krókinn 🙂
“Reddaði deginum” sagði hann og brosti, “borð’ana í kvöld”.
Þetta fannst mér nú eiginlega skemmtilegast við ferðina!

Hann fór nokkuð fyrr en ég og ég fór yfir í Botnavík, þar voru 15-20 manns að veiða, ég kom mér fyrir á  austur bakkanum, inni í lítilli vík,  því tangarnir voru allir uppteknir.
Ég fékk strax nart í fyrsta kasti og allan tíman sem ég veiddi þarna fann ég að það var stöðugt verið að rjátla við fluguna, það fór svo að ég fékk 6 fiska þarna, því miður gat ég bara hirt 2 vegna stærðar. Þetta var samt virkilega gaman, fiskur er jú fiskur, ég hafði fengið einn undirmálsfisk í Hjalltanga og annan eins í Kaldósnum, ég fékk því 8 fiska í ferðinni.

Skemmtilegri ferð í Hlíðarvatni lokið, gott veður og skemmtilegt fólk.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.