Frábær ferð í Úlfljótsvatn 14. júní

Fór með Gesti vinnufélaga mínum og Sindra syni mínum í Úlfljótsvatn.

Það var vægast sagt frábær ferð, veðrið lék við okkur, skýjað, logn og gola til skiptis (úr ýmsum áttum), hiti 12-14 stig. Það var þó nokkuð af veiðimönnum við vatnið þegar við komum. Eins og sést á myndinni voru tveir veiðimenn í stærstu eyjunni sunnan megin, fóru þangað á bát, þeir voru að moka honum upp.

Vorum byrjaðir að veiða kl. 11, hittum þar mág minn og vin hans, miklar aflaklær, þegar upp var staðið fóru þeir heim með samtals 35 fiska, stærsti fiskurinn var 6 pund, þeir voru svo með 1-2 4ja punda fiska. Ég veit að Burton bar ábyrgð á “fiskafallinu” hjá mági mínum, veit ekki hvaða vopn hinn var með.

Ég náði að landa 11 fiskum, tveir 2ja punda og einn 4ja punda, lang besta ferð sem ég hef gert í Úlfljótsvatn!

Krókurinn var að taka stærstu fiskana en peacock þá minni, á öðrum stað reyndar.

Frábært, frábært, frábært.

Merkilegt hvernig dagsformið getur verið mismunandi hjá fólki, á meðan ég átti frábæran dag gekk ekkert sérstaklega hjá frumburðinum, við erum venjulega með svipaðan afla en í þetta sinn veiddi ég mun betur, svo getur þetta snúist við næst. Já það gengur bara betur næst Sindri minn 😉

One Comment

  • Sindri Bergmann Þórarinsson says:

    Enda fór ég daginn eftir og náði í 12 stykki. Ég varð a jafna stöðuna sko 🙂

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.