Drápspaddan (Killer Bug) hans Frank Sawyer

Gamlir snillingar heilla.
Ég hef í mörg ár veitt mikið á Pheasant Tail, hún er ein af mínum uppáhalds flugum. Höfundur hennar er Frank Sawyer (1906-1980).

Sawyer er líklega þekktastur fyrir hina “sökkvandi púpu”. Púpur Sawyers voru framúrstefnulegar  á sínum tíma því þær voru hnýttar með fínum koparvír í stað silkis eða þráðar. Þessar púpur sukku og voru hálfgagnsæjar í vatninu. Sawyer var talsmaður “sökkva og draga” aðferðinni þar sem púpurnar voru látnar sökkva og “synda” svo til yfirborðsins með því að draga rólega inn eða lyfta stangarendanum. Þegar þessi aðferð var notuð þannig að púpan var látin synda upp fyrir framan fisk kallaðist þetta “induced take”.  [Útdráttur tekinn af wikipedia.com]

Ég hef áður hnýtt Killer Bug og ekki gengið vel með henni en mig langar að prófa aftur, það tók mig t.d. nokkur ár að læra að veiða á Píkokk.

Hér hnýtir  snillingurinn Davie McPhail þessa púpu og segir frá efninu í hana sem er næstum ófáanlegt, ég datt hins vegar um efni sem mér finnst líkjast upprunalega efninu en svo sýnist mér íslenskur lopi líka komast ansi nærri.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.