Category Archives: Veiðiferðir

Úlfljótsvatn gefur aftur vel

By | Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Fór í Úlfljótsvatn 19. júni, veiddi frá 19-23:30

Skýjað, rigning með köflum, vindur fyrst austan stæður svo úr vestri.

Fékk strax fisk og svo annan, fékk fisk á með korters fresti á tímabili.

Gerðist kokhraustur og sagði við sjálfan mig að ég færi ekki í kaffi fyrr en eftir 10 fiska, það gekk eftir.

Eftir kaffi upp úr 22 fékk ég tvo fiska, síðan ekki meir.

Stærsti 2,5 pund, 12 fiskar hirtir, samtals 6,5 kíló. Afbrigiði af Króknum og Pheasant tail.

Gott kvöld við Úlfljótsvatn.

Purple á leiðinni upp eftir, Clapton á leiðinni heim.

Image

 

 

Image

Frábær ferð í Úlfljótsvatn 14. júní

By | Veiðiferðir | One Comment

Fór með Gesti vinnufélaga mínum og Sindra syni mínum í Úlfljótsvatn.

Það var vægast sagt frábær ferð, veðrið lék við okkur, skýjað, logn og gola til skiptis (úr ýmsum áttum), hiti 12-14 stig. Það var þó nokkuð af veiðimönnum við vatnið þegar við komum. Eins og sést á myndinni voru tveir veiðimenn í stærstu eyjunni sunnan megin, fóru þangað á bát, þeir voru að moka honum upp.

Read More

Hlíðarvatn 7-8 júní

By | Veiðiferðir | No Comments

Fór með sonum, tengdasyndi og pabba hans í Hlíðarvatn um síðustu helgi í SVH bústaðinn.

Ég hef aldrei komið að bústaðnum eins hreinum og snyrtilegum og hann var núna og hefur hann þó alltaf verið snyrtilegur.

Það pirraði mig hinsvegar þegar við komum að tveir menn voru að veiða á beitu í Urðarvík, merkilegt að fólk geti ekki farið eftir reglum, efa það reyndar að þeir hafi verið með leyfi, litu allavega báðir upp þegar við keyrðum framhjá þeim. Ekki sást svo til þeirrra þegar við fórum að veiða seinna um kvöldið.

Veðrið var gott en þó nokkru meiri vindur en í bænum, hafgola. Veðrið var betra seinni daginn, minni vindur og sól.

Byrjuðum laugardaginn á mikilli grillveislu með “óveiðandi” fjölskyldumeðlimum. Svo var farið í Innranef og Kaldósinn, það var þó nokkuð líf í Urðarvíkinni og sett í einn en misst á Krókinn. Næst voru það Skollapollarnir og Austurnes, þar komu þrír á land, allir á Pheasant Tail.

Við vorum nú frekar rólegir í tíðinni, spjölluðum saman langt frameftir og vöknuðum seint. Þá var stefnt á Hlíðareyna, þar voru reyndar fyrir aðrir veiðimenn svo við skelltum okkur á Mosatangann, ekki fékkst högg þar. Aftur brunað af stað og nú var Hlíðarey laus, Þetta er einn af mínum uppáhaldsveiðistöðum við vatnið, það fékkst strax ein bleikja en svo ekki meir. Seinni hluta dagsins eyddum við á Mölinni og fyrir neðan Selfossbústaðinn þó vindur hafi verið óhagstæður, beint á móti.

Ekki var afraksturinn mikill frekar en undanfarin ár, eitt kvikyndi á mann en ánægjan er nú heldur ekki mæld í kílóum 😉

 

20140607_183726 20140607_183743 20140607_183754 20140607_185409 20140607_210225 20140607_210232 20140608_111849 20140608_111858 20140608_111910  20140608_120617 20140608_120636

 

Og svo þrjár myndir frá Sindra syni mínum í allt öðrum gæðaflokki en símamyndir föður hans.

Hlid Hlidarvatn PabbiVeidimadur

Skrapp eftir vinnu í Elliðavatnið í gærkvöldi. Það var fallegt veður, fyrst skýjað, svo sól þegar leið á daginn.
Ég byrjaði að fara út á Engin og prófaði þar nýja brúna Nobblerinn sem átti að bjarga Engjaveiðinni, ekki högg, prófaði pheasant tail og tökuvara, ekki högg.
Gafst upp á Engjunum og fór á Hafsteininn í víkinni vestan megin við Elliðavatnsbæinn, ekki högg.
Það voru nokkrir veiðimenn við veiðar en ekki sá ég neinn fá fisk. Sá flugu koma upp við land í logninu og fiskur var eitthvað aðeins að vaka.
Þar sem enginn var aflin, þurti ég ekki að gera að fiski 🙂
Það sést á vonandi á myndunum hvað þetta var fallegt umhverfi.
Fékk mér svo kaffi og Anton Berg marsipansúkkulaði í bílnum eftir veiðina.

Zeppelín á leiðinni heim.
Fullkomið.

20140605_220000

20140605_220034

20140605_223619

 

By | Veiðiferðir | No Comments

Vífó 3. júní 2014

By | Veiðiferðir | No Comments

Það var kominn allt of langur tími síðan ég fór í veiði síðast.

Skrapp í Vífilstaðavatn, þetta var gott fyrir sálina, fallegt veður.

Fékk nokkur högg hér og þar en ekkert annað.

 

20140603_210127

20140603_210047

20140603_200456

 

Og ein í stíl við Benderinn, ekki þó tekið við Vífó

20140531_135028-3

Ooooooohhh!

 

 

Hlýnun jarðar?

By | Veiðiferðir | No Comments

Er ekki veðrið alltaf að verða betra og betra?

Nema auðvitað rigningin siðasta sumar!

Ég fór að veiða í Elliðavatni 1. maí 2009, kannski ekki í frásögur færandi og ekki man ég hvað ég fékk af fiski.

En veðrið var aðeins verra en núna, gekk á með hagléljum, mér finnst þetta alltaf skemmtileg mynd þó hún sé aðeins skökk.

Image

Elliðavatn í opnun sumardaginn fyrsta