Skrapp eftir vinnu í Elliðavatnið í gærkvöldi. Það var fallegt veður, fyrst skýjað, svo sól þegar leið á daginn.
Ég byrjaði að fara út á Engin og prófaði þar nýja brúna Nobblerinn sem átti að bjarga Engjaveiðinni, ekki högg, prófaði pheasant tail og tökuvara, ekki högg.
Gafst upp á Engjunum og fór á Hafsteininn í víkinni vestan megin við Elliðavatnsbæinn, ekki högg.
Það voru nokkrir veiðimenn við veiðar en ekki sá ég neinn fá fisk. Sá flugu koma upp við land í logninu og fiskur var eitthvað aðeins að vaka.
Þar sem enginn var aflin, þurti ég ekki að gera að fiski 🙂
Það sést á vonandi á myndunum hvað þetta var fallegt umhverfi.
Fékk mér svo kaffi og Anton Berg marsipansúkkulaði í bílnum eftir veiðina.
Zeppelín á leiðinni heim.
Fullkomið.