Skellti mér við einn hund í Hólmsána í gær, gekk á með vindhviðum en annars fallegt veður.
Byrjaði í beygjunni fyrir neðan síðustu brúna á hringveginum yfir ána. Skemmst frá að segja setti ég í tveggja punda urriða í öðru kasti á rauðan Frances, ég missti hann eftir skamma viðureign, hann tók nokkur stökk og hvarf.